Kaldar hendur og fætur
Ef að hendur og fætur eru alltaf kaldar eða þú finnur fyrir dofatilfinningu í útlimum, þá getur verið að þú þjáist af minnkaðri blóðhringrás. Önnur einkenni eru æðahnútar, brjóst- og fótaverkir og sjónin gæti verið að daprast. Léleg hringrás kemur oftast fram hjá kyrrsetufólki, fólki yfir fimmtugt, reykingar- og drykkjufólki og þeim sem að eiga við offitu að stríða.
Augljóst er hér hvað hægt er að gera til að laga þennan kvilla. Hreyfing og heilbrigðari lífshættir ættu að leysa málið.
Höfundur: Guðný Ósk Diðriksdóttir
No Comment