MataræðiÝmis ráð

Minnisleysi

Hæ hæ
Langaði að athuga hvort þið kynnuð einhver ráð við einbeitingarskorti og minnisleysi. Ég er nefnilega alveg ferlega gleymin og á alveg svakalega erfitt með að einbeita mér. Hef reyndar ávalt verið svona, en finnst þetta vera að versna. Er aðeins 23 ára og stundum mætti sko halda að ég væri komin með ,,demens”!!
Ég borða mjög holla fæðu, er grænmetisæta, borða engan hvítan sykur né hveiti og hreyfi mig reglulega.. Svo það er ekki óhollt líferni sem er að hrjá mig. En mér datt kannski í hug að það væri einthver fæða sem gæti hjalpað til við að auka minnið…

Bestu kveðjur
Helena

 

Sæl vertu Helena.

Það sem mér dettur kannski fyrst í hug er hvort þú sért að fá nóg af próteini. Það kemur stundum fyrir að grænmetisætum vantar tilfinnanlega prótein.

Prótein eru byggð úr amínósýrum sem svo aftur eru byggingarefni fyrir ýmis boðefni, sem skipta gífurlega miklu máli fyrir alla heilastarfsemi.

Einnig væri sniðugt fyrir þig að auka aðeins við fituneysluna og bæta inní mataræðið (ef þú ekki þegar hefur gert það) góðum skammti af fræjum og hnetum. Þá eru hörfræin sérstaklega góð uppspretta ómega 3 fitusýra sem eru mjög mikilvægar fyrir minni og einbeitingu. Þú gætir líka tekið inn fitusýrur í bætiefnaformi.

Það sem gæti líka verið að valda vandræðum, er glúten úr kornvörum og mjólkurprótein (casein) úr mjólkurvörum. Glútein og casein geta haft áhrif á heilastarfsemi og það gæti verið gaman fyrir þig að prufa að útiloka það úr mataræðinu um tíma og sjá hvað gerist.

Nú veit ég ekki hvernig meltingin þín er að virka, en ef þú hefur einhver einkenni út frá meltingarvegi, t.d. uppþembur og slíkt eða hægðavandamál, þá væri líka ástæða til að skoða það nánar.

Ef þarmaflóran okkar er ekki rétt upp byggð, þ.e.a.s. ef óvinveittar bakteríur hafa náð yfirhöndinni, þá getur það haft heilmikil áhrif á minni og einbeitingu. Þá er ráð að prufa að taka inn góða gerla fyrir meltingarfærin og athuga hvort það reynist vel.

Það gæti einnig verið sniðugt fyrir þig að taka inn lesitín (erfitt að fá nóg úr fæðu), B vítamínblöndu, gingko bilopa, glutamín og zink.

Minnisleysi getur líka verið afleiðing streitu og ef þig grunar slíkt, þá er um að gera að leita ráða til að ná betri slökun og reyna að fjarlægja sem flesta streituvalda.

Ef þetta reynist þér ekki nógu vel og ástandið batnar ekki, þá hvet ég þig til að hafa samband við næringarþerapista og fá meiri ráðgjöf eða leita eftir annars konar aðstoð.

Bestu kveðjur og gangi þér vel.

Inga Kristjánsdóttir
Næringarþerapisti

Deildu þessum upplýsingum

Previous post

Spenna í öxlum

Next post

Hárlos

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *