JurtirMataræði

Rósailmur bætir minnið

Rósir eru eitt af fallegustu sköpunarverkum náttúrunnar. Þær gleðja augu og hjörtu þeirra, sem þær eiga og á horfa. Einnig er ilmur þeirra hreinn og seiðandi. Nú hefur komið í ljós að ilmur þeirra gerir meira en að gleðja.

Jan Born og hans teymi við The University of Lubeck í Þýskalandi, hafa komist að því að með því að fá fólk til að anda að sér rósailmi, þá örvast minni heilans og einstaklingar eiga auðveldara með að muna það sem að þeir læra.

Þeir segja rannsóknir sínar sýna að minnið þéttist og festist við svefn og það að leggja rósailm og jafnvel aðra ilmi að vitum einstaklinga, styrki heilann til að muna og læra. Ilmurinn hefur einnig mikil áhrif á meðan að þeir sofa.

Þeir fengu 74 sjálfboðaliða til að læra spil, sem að gekk út á að finna samstæður með því að snúa einu spili við í einu. Á meðan að þeir spiluðu, voru sumir þeirra látnir anda að sér rósailmi. Einnig höfðu þátttakendurnir samþykkt að sofa í MRI tækjum, þar sem að heili þeirra var skannaður á meðan að þeir sváfu og var síðan rósailmi hleypt af í tækin hjá sömu einstaklingum og áður þefuðu rósailminn, öðru hvoru yfir nóttina.

Þátttakendurnir voru prófaðir aftur næsta dag. Þeir sem að sváfu í rósailmi mundu 97.2 prósent af staðsetningu spilaparanna sem að þeir höfðu séð deginum áður, miðað við að þeir sem ekki sváfu við rósailminn mundu 86 prósent af spilapörunum. Einnig hafði það áhrif á lærdómshæfileikann, hvernig einstaklingarnir sváfu, hvort að þeir sváfu grunnum eða djúpum svefni.

Rannsóknir hafa sýnt fram á að mörg dýr læra á meðan að þau sofa og gera má ráð fyrir að svo sé einnig með mannfólkið. Sýnt hefur verið fram á að rottur læra nýjar leiðir völundarhúsa og æfa hreyfingar sínar á meðan að þær sofa og söngfuglar æfa söngva sína.

Born og teymi hans komust að því að ilmur bæti lærdómshæfileika heilans, þegar að ilmurinn var settur fyrir vitin á meðan sofið var grunnum svefni, en hafði engin áhrif þegar sofið var djúpum svefni eða REM svefni. Einnig sýndi MRI tækið að hippocampus, svæði heilans þar sem að minnið er geymt og hefur með allan nýjan lærdóm að gera, sýndi mikil viðbrögð þegar að ilmurinn lagðist yfir vitin í grunna svefninum.

Hvernig væri að reyna þetta fyrir næsta próf? Leyfa rósavendi að fylgja sér í gegnum prófalesturinn og hafa hann svo á náttborðinu yfir nóttina. Allavega myndu rósirnar gleðja augun og litir þeirra og ilmur gleðja sálina á meðan viðkomandi þarf að loka sig af við lesturinn. Aukið minni á lesefninu kæmi svo sem bónus.

Previous post

Ristilhreinsanir

Next post

Rotvarnarefni í gosdrykkjum flýtir fyrir öldrun

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *