Fræðslumolar um hreyfinguFræðsluskjóðan

Rétt líkamsstaða

  • Alltaf skal hafa í huga að slaka vel á öxlunum, rétta vel úr bakinu.
  • Ekki ætti heldur að standa mikið með allan þunga á öðrum fæti, heldur að reyna að jafna þunganum á báðar fætur.
  • Einnig að passa uppá að hnén séu ekki læst og afturspennt, það veldur gífurlega miklu álagi á mjóbakið, sem að gæti endað í sífelldum þreytubakverkjum.
  • Reynið að halda hryggnum ávallt í réttri stöðu og beygja frekar fætur við að lyfta upp hlutum, heldur en að nota bakið við þungann.

Til að halda hryggnum í sinni réttu eðlilegu S-stöðu;

  • þá er gott að hafa í huga að halda naflanum inni, ekki maganum, einungis naflanum.
  • Setja rófubeinið örlítið undir sig, hægt er að ímynda sér að hali liggi beint niður úr rófubeini og að hann eigi að beinast beint niður.
  • Ásamt því að læsa ekki hnjám og vera laus í mjöðmum.

 

Höfundur: Guðný Ósk Diðriksdóttir

Deildu þessum upplýsingum

Previous post

Æfingar við hálsríg

Next post

Byrjun á þjálfun

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *