MataræðiÝmis ráð

Vanmeta sykurneyslu

Morgunblaðið sagði nýlega frá breskri rannsókn sem sýnir fram á að ekki sé hægt að treysta á rannsóknir á offitu, þar sem niðurstöður byggja á svörum offitusjúklinganna sjálfra.

Komið hefur í ljós að offitusjúlingar hafa tilhneigingu til að draga úr neyslu sinni og eru því rannsóknir sem byggja á svörum þeirra óáreiðanlegar.

Hingað til hafa rannsóknir bent til þess að sykurneysla sé ekki tengd offitu. Hins vegar þegar sykurneyslan var mæld í gegnum þvag- og blóðprufur, kom í ljós að feitt fólk, borðaði meira af sykri og neytti minna af c-vítamíni, en þeir sem grennri voru.

Þessi tilhneiging offitusjúklinga, að draga úr neyslu sinni, getur reynst stórfellt vandamál í meðferð þeirra við offitunni. Þess vegna geta þvag- og blóðpróf gagnast læknum og sjúklingunum til að horfa raunsætt á vandamálið og hjálpað til við að takast á við vandann.

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir – greinin birtist fyrst á vefnum í ágúst 2007

Deildu þessum upplýsingum

Previous post

Varist að grilla pylsur við opinn eld

Next post

Er sykur "fíkni"efni?

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *