MataræðiVítamín

B3 vítamín (Níasín)

B3 vítamín er nauðsynlegt blóðrásinni, minnkar kólestról í blóði, er æðavíkkandi og lækkar því blóðþrýsting. Það gerir húðinni gott, eykur þol hennar gegn sól, vinnur gegn sárum í munni og andremmu. Það styður við taugakerfið, kemur að efnaskiptum kolvetna, fitu og próteina, stuðlar að sýruframleiðslu í meltingarkerfinu og hjálpar þannig til við meltinguna.

B3 vítamín er nauðsynlegt við myndun kynhormóna (estrógens, prógesteróns og testósteróns). Það getur reynst vel í meðferð gegn flogaveiki sé það tekið inn með flogaveikilyfjum. B3 vítamín hefur hjálpað þeim sem stríða við geðklofa og önnur geðræn vandamál.

Skortseinkenni geta verið sjúkdómurinn Pellagra (húðangur) ásamt öðrum einkennum svo sem sárum í munni, orkuleysi, þunglyndi, niðurgangi, sljóleika, hausverk, meltingartruflunum, svefnleysi, lystarleysi, húðvandamálum, veikleika í vöðvum, sársauka í útlimum og lágum blóðsykri.

Við fáum B3 vítamín úr nautalifur, ölgeri, brokkólí, gulrótum, osti, kornhveiti, döðlum, eggjum, fiski, mjólk, salthnetum, svínakjöti, kartöflum, tómötum og heilkornavörum.

Jurtir sem innihalda B vítamín eru meðal annars alfa alfa spírur, burdock root, kattarmynta, cayenne, kamilla, haugarfi, augnfró, fennelfræ, lakkrísrót, netlur, hafrastrá, steinselja og piparmynta.

Eiturvirkni er afar sjaldgæf, gæti komið fram eftir 100 mg daglega inntöku.

Höfundur: Helga Björt Möller

Previous post

B5 vítamín (Pantótensýra)

Next post

B2 vítamín (Ríboflavín)

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *