MataræðiVítamín

B5 vítamín (Pantótensýra)

B5 vítamín er þekkt sem “afstressunar vítamínið” því það hefur mikið að segja við framleiðslu adrenalín hormónsins og í uppbyggingu mótefna, upptöku vítamína og við ummyndun fitu, kolvetna og prótína í orku. Það er nauðsynlegt til að líkaminn myndi D vítamín, flýtir græðslu sára og dregur úr einkennum liðagigtar. Það dregur úr hárlosi, gránun hárs og gæti hægt á öldrun.

Skortseinkenni geta verið sljóleiki, hausverkur, svimi og náladofi í höndum. Skortur getur líka orsakað skeifugarnarsár, blóðsykurskort, húð- og blóðvandamál.

Við fáum B5 vítamín úr nautakjöti, ölgeri, eggjum, fersku grænmeti, ávöxtum, lifur, hjörtum, nýrum, söli, sveppum, hnetum, svínakjöti, saltvatnsfiski, kartöflum, hveitikími og hveitiklíði.

Það getur reynst gagnlegt að taka inn B5 vítamín þegar álag er fyrirséð og eins getur inntaka á B5 vítamíni dregið úr gigtarverkjum.

Höfundur: Helga Björt Möller

Previous post

B6 vítamín (Pýridoxín)

Next post

B3 vítamín (Níasín)

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *