HómópatíaMeðferðir

Brjóstagjöf með aðstoð hómópatíu

Grein eftir Bylgju Matthíasdóttur

Brjóstagjöf er almennt mjög gefandi og nærandi reynsla þegar allt gengur vel, en getur einnig valdið miklum vonbrigðum, skapraunum og örvæntingu ef við upplifum erfiðleika við að koma reglu á brjóstagjöfina.

Það geta legið margar ástæður að baki þess að erfiðleikar koma upp við brjóstagjöf. Þær geta verið vegna erfiðrar fæðingar, tilfinningalegra vandamála eins og fæðingarþunglyndis, vanlíðunar eða kvíða. Einnig geta komið upp vandamál vegna líkamlegra kvilla, eins og sprungnar geirvörtur, magakrampar og svo framvegis. Hómópatía getur hjálpað í þessum tilfellum, ásamt fleiri góðum aðferðum. Til dæmis getur verið gott að nudda brjóstið létt og leggja á það heita og kalda bakstra. Það er um að gera að gæta þess að fá næga hvíld og gefa sér góðan tíma í brjóstagjöfina. Svo er mikilvægt að drekka mikið af vatni og láta brjóstin tæmast vel þegar verið er að mjólka eða gefa.

Ef eftirfarandi ráð og remedíur leysa ekki vandamálið á skömmum tíma, þá hvet ég þig til að leita frekari aðstoðar.

Belladonna: Við bráða bólgutilfelli er Belladonna yfirleitt fyrsta remedían sem gripið er til. Takið hana inn á klukkutíma fresti við brjóstabólgu, ef hiti og stífla er í brjóstinu, eða sláttur.

Bryonia: Hentar venjulega fyrir hægra brjóstið ef það er hart og heitt. Bryonia virkar sérstaklega vel ef allar hreyfingar og heitir bakstrar valda miklum sársauka.

Phytolacca: Notuð ef brjóstið er hart og hnúðótt, eða ef hnúðarnir verða sársaukafullir og kýli gætu verið að byrja að myndast.

MAGAKRAMPI

Eftirfarandi remedíur nýtast vel fyrir börn með magakrampa.

Chamomilla: Notist ef barnið er pirrað, hægðir eru grænar á litinn, barnið dregur hnén upp að maga þegar verkirnir eru og ef einkennin verða sérstaklega slæm í kringum níuleytið á kvöldin.

Mag Phos: Notist ef barnið er þreytt og úrvinda og með snögga krampaverki.

Belladonna: Ef barnið er heitt, eirðarlaust, með útþaninn kvið og sveigir bakið aftur.

MÓÐIRIN ÞREYTT EFTIR BRJÓSTAGJÖF

China: Notist ef móðir er veikburða eftir vökvatap við fæðingu eða brjóstagjöf.

Silica: Notist ef móðir er veikburða, hefur orðið fyrir þyngdartapi og er orkulítil.

YFIRFULL BRJÓST

Belladonna: Notist ef brjóstin eru full, heit og það flæðir úr þeim. 

Bryonia: Notist ef brjóstin eru þrútin og full og ef þau eru verri við hreyfingu.

Calc carb: Notist ef brjóstin eru stór og óþægileg, nóg af mjólk en léleg gæði.

AÐ VENJA BARN AF BRJÓSTI

Það er alltaf talið best að venja barnið af brjóstinu hægt og rólega. Stundum er þó ekki hægt að koma því við af margs konar ástæðum.

Lac Caninum og Pulsatilla eru notadrjúgar til að minnka mjólkina þegar verið er að venja barnið af brjósti. Sum börn verða kvekkt eða upplifa aðra erfiðleika þegar gjöfum er hætt og þá gæti heildræn remedía komið að góðum notum.

Þetta eru nokkur dæmi þar sem remedíur hjálpa við ákveðin vandamál. Þetta er þó engan veginn tæmandi listi og gott er að leita til Hómópata ef frekari aðstoðar er þörf.

Í pistlinum í dag mun ég halda áfram þar sem frá var horfið úr fyrri hlutanum.

Það skal lögð á það áhersla að neðangreint er lagt fram sem tillögur til að sýna fram á hvernig er hægt að nálgast hómópatíu.

SÁR OG SPRUNGUR Á GEIRVÖRTUM

Gætið ykkur á kremum, sápum og þvottaefnum sem geta valdið ofnæmi.

Berið Calendulu– eða Rescue Remedíu-krem á svæðið. Leyfið lofti og sól að leika um geirvörturnar eins mikið og hægt er. Geirvörtur sem eru aumar, sprungnar og mjög viðkvæmar, verða fljótt sárar ef ekkert er að gert. 

Chamomilla – Þessi remedía hentar vel ef geirvörtur eru bólgnar og afar viðkvæmar. 

Sepia – á við ef sprungur á geirvörtum eru djúpar og sárar og geta verið þvert yfir geirvörtuna.

Silica – hentar þegar um innfallnar geirvörtur er að ræða sem eru sprungnar, aumar og blæðandi. 

Sulphur – þurrar sprungur á geirvörtum með stingandi, brennandi verkjum.

Yfirlit yfir einkenni þar sem remedíurnar geta hjálpað:

  1. Belladonna – brjóst þrútin, rauð, hörð, heit, bólgin, með slætti í og sársauka, sérstaklega hægra brjóstið. Of mikil mjólkurframleiðsla.
  2. Bryonia – eins og Belladonna en brjóstin eru föl og verri við hreyfingu. Brjóstabólga.
  3. Calcarea Carbonica – brjóst virðast vera full og eru aum en það kemur lítil mjólk eða of mikil og gæðin eru léleg. Móðirin getur verið viðkvæm, hrædd og hefur tilhneigingu til að fá kaldan svita.
  4. Castor Equi – aumar/sprungnar geirvörtur sem geta orðið sárar. Brjóstið getur orðið þrútið og kláði í húð.
  5. Ignatia – þunglyndi, samviskubit, vonbrigði eða sorg, sérstaklega þegar ekki gengur allt eins og óskað er eftir.
  6. Phytolacca – brjóst geta verið bólgin, hnúðótt og verkir í þeim þegar gefið er. Geirvörtur sprungnar, aumar og verkur fer um allan líkamann. Einnig fyrir sýkingu og kýli.
  7. Pulsatilla – lítil mjólk og þunn hjá mildum grátgjörnum konum eða of mikil en breytileg mjólk í takt við tilfinningar mæðranna. Hjálpar til við að koma jafnvægi á hormónakerfið.
  8. Urtica Urens – þegar mjólk er of lítil eða mikil, og engin skýring er á því.

Venjulega tekur móðirin inn remedíur og fær því barnið remedíuna í gegnum brjóstamjólkina, oft fær þó barnið remedíur í fljótandi formi. Best er þó að tala við hómópata og fá ráðleggingar um hvernig best er að haga þessu.

Hómópatía hefur reynst mjög vel fyrir þá sem vilja eignast börn, á sjálfri meðgöngunni, í fæðingunni og eftir fæðinguna.

Previous post

Einkenni með augum hómópatíunnar

Next post

Inntaka á remedíum hómópatíunnar

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *