HómópatíaMeðferðir

Inntaka á remedíum hómópatíunnar

Grein eftir Bylgju Matthíasdóttur  Það eru mismunandi leiðir til að taka inn hómópataremedíur en þumalputtareglan er að: Ef einhver fær kúlu á höfuðið (slasast) og er svo heppinn að hafa Arniku á sér þá má taka Arniku inn á 10-30 mín fresti í 2-6 skipti. Láta svo líða lengri tíma á milli. Þær aðstæður sem kalla á að taka remedíur ört inn er þegar viðkomandi fær bráðaeinkenni t.d. við háum hita, slysi, slæmum höfuðverk o.s.frv. Gott er að taka inn 3-4 remedíur af einni og sömu remedíunni yfir daginn, með jöfnu millibili í 2-3 daga, þegar einhver finnur að hann er að fá flensu, kvef, höfuðverk, bakverk eða eitthvað annað sem er ekki bráðaástand. Þegar einhver er að taka inn remedíu að staðaldri vegna langvarandi ástands þá koma oft upp kvillar sem kalla á aðrar remedíur. Þá er gott að sleppa að taka inn remedíuna sem er fyrir langvarandi kvillanum og fara frekar í remedíu sem á við nýja kvillann. Taka á inn remedíur á eftir inntöku lyfja en ekki fyrir. Taka á inn remedíu 5 -10 mín. eftir mat. Til þess að remedían virki sem best þarf hún að koma við slímhúð. Setjið hana undir tunguna og látið hana bráðna þar.

Það er lang best að taka inn eina töflu í einu því þó svo að tekinn sé inn allur pakkinn hefur það sömu virkni og ein tafla. Aftur á móti er meiri virkni ef tekin er önnur remedía 5 mín. seinna og þá aftur eina töflu. Hómópatía er smáskammta-meðhöndlun og gengur út á það að gefa sem minnstan hugsanlegan skammt hverju sinni. Varúð! Ef einkennin eru mjög alvarleg eða þrálát þá er vissara að tala við lækni. Hvernig sérðu að remedían er að virka: Einkennin hverfa Þegar batamerki eru sýnileg þá má láta líða lengur á milli þess að þú tekur inn næstu töflu, þ.e. ef upphaflega liðu 10 mín. á milli þess að það þurfti að taka inn remedíu út af verkjum, geta nú liðið 30 mín. og síðan lengri og lengri tími. Ef það fer að styttast á milli þess að verkur kemur aftur þá er remedían ekki að virka og þarf því að finna aðra viðeigandi remedíu vegna ástandsins.   Nokkrar aðstæður sem remedíur koma að góðum notum: Magaverkur, Hósti, Hiti, Mígreni, Hálsbólga, Vandamál við brjóstagjöf, Höfuðverkur, Kvef, Kvíði, Krampi, Sorg, Niðurgangur, Áblástur, Svefnleysi, Tannverkur, Flensa, Blöðrubólga, Tíðarverkur, Hlustaverkur, Streita, Uppköst, Gigt, Þreyta.

Previous post

Brjóstagjöf með aðstoð hómópatíu

Next post

Smáskammta - meðhöndlun, að lækna líkt með líku

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *