HómópatíaMeðferðir

Einkenni með augum hómópatíunnar

Grein eftir Bylgju Matthíasdóttur 

Hómópatar líta svo á að einkenni séu tjáningarform líkamans. Það er mikill munur á hvernig læknavísindin og hómópatían horfa á einkenni.

Læknavísindin líta svo á að ef þú ert með einkenni þá þurfi að sjúkdómsgreina það sem fyrst og athuga hvort þú sért komin með sjúkdóm. Einkennin eru ekki hluti af okkur heldur eru þau utanaðkomandi, óvinur. Veikindi leggja okkur í einelti, bíða eftir að koma höggi á okkur. Við erum varnarlaus fórnarlömb. Þetta þýðir að einkenni tilheyra sjúkdómum. 

Hómópatía lítur aftur á móti á að einkenni, hvort sem þau eru líkamleg eða andleg, séu viðbragð líkamans og ástæðurnar fyrir þessu viðbragði geta verið margþættar. Frá þessu sjónarhorni þá tilheyra einkennin manneskjunum sjálfum en ekki einhverjum ákveðnum sjúkdómi. Þó svo að fólk sýni svipuð viðbrögð, þýðir það ekki að veikindin séu utanaðkomandi óvinur sem setjist að í fólki. Tilgangur hómópatíu er að örva og hjálpa hinni eðlilegu svörun líkamans. Líkaminn er stórkostlegur, hann er sífellt að endurnýja sig. Það er aðeins þegar hann stoppar og veit ekki hvað hann á að gera sem hann fer að sýna einkenni. Einkennin eru til að sýna okkur að eitthvað hafi farið úrskeiðis og sé í ójafnvægi. 

Þegar þið breytið sjónarhorni ykkar frá því að einkenni séu neikvæð yfir í að einkennin séu tjáningarform líkamans þá fyrst verður stórfengleg hugarfarsbreyting.

Í stað þessa að reyna að fjarlægja eða bæla einkennin, horfið þá á þau sem mikilvæg skilaboð til að leiðbeina ykkur í að öðlast betri heilsu. Hvað var það sem orsakaði þessi einkenni? Hvað var ég að gera í gær? Já alveg rétt ég fór í vorverkin í garðinum! Þá borgar það sig að skoða það nánar. Það er svo margt sem getur hafa átt sér stað: var það áreynslan við að moka og vinna öll garðverkin eða var það íslenska veðráttan, til dæmis rigningin og rokið, sem kallaði fram öll þessi einkenni? Það geta verið svo ótal margar ástæður, við vitum það oft best sjálf hvað það var sem kom þessu öllu af stað.

Vírusar, bakteríur, slys eða næringarskortur geta ekki búið til einkenni. Manneskjan getur bara framkallað sín einkenni, með sínu eigin tungumáli. 

Einkenni geta þróast ef líkaminn ræður ekki við þau. Þau byrja smátt en ef ekki er hlustað þá versna einkennin til þess að segja manneskjunni að eitthvað sé í ólagi. Hvað þarft þú sterk einkenni til að taka eftir og bregðast við þeim?

Hómópatía sækist eftir að fræða líkamann um það í hvernig ástandi hann er með því að gefa réttu remedíuna miðað við þau einkenni sem viðkomandi finnur. 

Með remedíu fær líkaminn upplýsingar um hvernig honum líður og tækifæri til að leiðrétta sig. 

Líkaminn tjáir sig í gegnum einkenni. Hvað ætli hann sé að segja? Hugleiddu það næst þegar þú finnur fyrir einhverjum einkennum.

Previous post

Gagnsemi Hómópatíu við áföllum

Next post

Brjóstagjöf með aðstoð hómópatíu

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *