HeimiliðSnyrtivörur

Efni sem við setjum á húðina og í hárið

Nýleg rannsókn sem gerð var af Environmental Working Group í Bandaríkjunum, sýndi fram á hátt magn óæskilegra efna í mjög mörgum snyrti- og hreinlætisvörum.

Mörg þessara óæskilegu efna eru talin krabbameinsvaldandi, en t.d. fleiri en helmingur af öllum barnasápum sem rannsakaðar voru, innihéldu mikið magn slíkra efna.

Eitt af þessum efnum, sem að kallast 1.4-dioxane, var mest áberandi og útbreiddast í þessum snyrti- og hreinlætisvöruflokkum, eða í um 22% þeirra. Í um 80% þeirra rúmlega 15.000 vöruflokka sem rannsakaðir voru, fundust eitt eða fleiri krabbameinsvaldandi efni.

Daglega nota um 94% kvenna og 69% karla einn eða fleiri þessara vöruflokka á líkama sinn og hár. Sex önnur óæskileg efni voru mjög áberandi í þessum vörum, auk 1.4-dioxane voru það hydroquinone, ethylene dioxide, formaldehyde, nitrosamines, PAHs og acrylamides.

 

Eftirfarandi vörur komu verst út.

97% af hársnyrtivörum

82% af hárlitunarvörum og strípum

66% af háreyðingarkremum

57% af barnasápum

45% af brúnkukremum

43% af líkamsmótunarkremum (body firming lotion)

36% af hormónakremum

36% af andlitsrakakremum

35% af hrukkukremum (anti-aging)

34% af líkamskremum (body lotion)

33% af augnkremum

 

Vörur sem að ætti að forðast að nota, hafa t.d. eitthvað af eftirfarandi efnum í innihaldslýsingu sinni: sodium laureth sulfate, SLS, PEG, xynol, ceteareth og oleth.

Snyrtivörur sogast inn í húðina og þaðan út í blóðrás líkamans því ætti að velja vel hvaða vörur eru notaðar á líkamann og í hárið. Uppsöfnun á þessum óæskilegu efnum í líkamanum geta haft margskonar áhrif á líkamsstarfsemina, t.d. valdið krabbameini, lifrar- og taugavandamálum og ýmsum húðkvillum.

Höfundur: Guðný Ósk Diðriksdóttir, greinin birtist fyrst á vefnum í apríl 2007

Previous post

Er tannkremið þitt "náttúrulegt"?

Next post

Góðar aðferðir við flösu

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *