HeimiliðSnyrtivörur

Er tannkremið þitt “náttúrulegt”?

Eftir því sem vinsældir náttúrulegs lífsstíls fara vaxandi er komin aukin eftirspurn eftir “náttúrulegu” tannkremi. Mikið framboð er af slíkum tannkremum, ýmsar gerðir, margar bragðtegundir, með eða án flúors.

Hins vegar er skilgreiningin “náttúrulegt” mjög á reiki, sérstaklega þegar tannkremið er án flúors. Í Bandaríkjunum eru flúortannkrem flokkuð til lyfja og er þess vegna undir eftirliti. Flúorlaus tannkrem flokkast til snyrtivara og það fer eftir framleiðendum hve ítarlega þeir merkja vöruna.

Skilgreiningin “náttúrulegt” þýðir að vara er laus við tilbúin litarefni, bragðefni og rotvarnarefni. Hún getur þó innihaldið mikið unnin efni eins og flúor og rakagefandi efni.

Ný tegund náttúruleg tannkrems frá Tom´s of Maine, var keypt af Colgate Palmolive og hófu þeir framleiðslu á því undir sínum merkjum. Það er fyrsta náttúrulega tannkremið til að fá viðurkenningu amerísku tannlæknasamtakanna (American Dental Association, ADA). Slík viðurkenning þýðir samt ekki að ADA mæli með vörunni, heldur er það vottun um að hún virki og hafi þau áhrif sem segir á pakkningunni.

Neytendur þurfa að vera meðvitaðir um innihald þeirra “náttúrulegu” vara sem þeir kaupa. Nú er úrval tannkrema meira en nokkru sinni fyrr og hver og einn ætti því að geta valið tannkrem eftir sínum þörfum.

Ástæðan fyrir því að tannkrem er flokkað sem lyf er að í ákveðnu magni getur flúor verið mjög skaðlegt heilsu fólks. Of mikil notkun flúors getur leitt til beinþynningar, skemmdum á taugakerfi og tengsl hafa fundist á milli þess og krabbameins. Bandarísku tannlæknasamtökin staðfestu það fyrir um ári síðan, að flúor gæti verið skaðlegt heilsu fólks.

Fleiri og fleiri eru farnir að kaupa náttúruleg tannkrem bæði til að forðast flúor og eins til að forðast ýmis önnur tilbúin aukaefni. Þess ber þó að geta að þrátt fyrir að tannkrem sé flokkað sem náttúrulegt og innihaldi ekki flúor, getur það innihaldið skaðleg efni. Það er því á ábyrgð hvers og eins að lesa aftan á tannkremstúpuna sína og kynna sér innihaldið.

 

Nokkur skaðleg efni sem oft fyrirfinnast í venjulegu tannkremi:

Triclosan: rotvarnar- og sótthreinsunarefni. Fundist hafa tengsl á milli notkunar þess og truflunar í innkirtlum, eitrunar í líffærakerfinu og uppsöfnunar í líkamanum.

Sodium lauryl sulfate: hreinsiefni sem tengt er krabbameini og eiturverkunum í þroska- og æxlunarlíffærum.

Tetrasodium pyrophosphate: munnhreinsandi efni. Rannsóknir á dýrum sýna að efnið hefur áhrif á heilann og taugakerfið, jafnvel í litlum skömmtum.

Hydrated silica: Getur safnast upp í líkamanum.

FD&C Blue 1: Ónáttúrulegt litarefni með tengsl við krabbamein.

 

Skaðleg efni sem geta fyrirfundist í “náttúrulegu” tannkremi.

Sodium monofluorophosphate: munnhreinsandi efni með tengsl við eitrun í taugakerfi og æxlunarfærum og með möguleg tengsl við krabbamein.

Sodium lauryl sulfate: hið sama og ofangreint.

Þegar þú velur tannkrem er skynsamlegast að láta ekki ginnast af orðum eins og “whitening”, “enamel strengthening” og “multi-action”. Orðið “natural” þýðir heldur ekki að tannkremið sé laust við skaðleg efni. Best er að lesa innihaldslýsinguna, forðast skaðlegu efnin og velja eitthvað með kunnulegum efnum í.

Þú getur gert tennurnar hvítari án skaðlegra efna með því að nota jarðaber og matarsóda.

Sjá: Hvíttið tennurnar með jarðarberjum

 

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir

Deildu þessum upplýsingum

Previous post

Nokkur náttúruleg ráð fyrir húðina

Next post

Efni sem við setjum á húðina og í hárið

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *