HeimiliðSamfélagið

Óeðlileg tengsl lækna og lyfjafyrirtækja

Við hér á Heilsubankanum, höfum verið að skoða óeðlileg tengsl lyfjafyrirtækja við almenning og læknastéttina, hér á landi. Við erum að sjálfsögðu ekki með burði til að fara í djúpa rannsóknarvinnu en fróðlegt væri að vita hvort slíkar rannsóknir hafa farið fram hér á landi. Það er grafalvarlegt mál, ef lyfjafyrirtæki geta haft áhrif á að lyf séu notuð í óeðlilega miklu mæli og ef þau geta haft áhrif á hvaða lyf læknar ávísa.

Síðastliðið vor kom fram rannsókn í Bandaríkjunum sem sýndi að 94% lækna væru í einhvers konar sambandi við lyfjafyrirtæki og var algengast að læknar þæðu fríar máltíðir og lyfjaprufur. Um þriðjungur læknanna sögðust hafa þáð styrki frá lyfjafyrirtækjum til að sækja ráðstefnur eða bæta við sig menntun og 28% lækna höfðu fengið greidd laun frá lyfjafyrirtækjum, fyrir að halda fyrirlestra, veita ráðgjöf eða skrá sjúklinga í rannsóknir.

Öðru hvoru hafa birst fréttir hér á landi um óeðlileg tengsl lækna og lyfjafyrirtækja og væri fróðlegt að sjá niðurstöður úr sambærilegri rannsókn hér á landi, eins og að ofan greinir.

Í bandarísku rannsókninni kom fram að læknar fengju heimsóknir frá “ráðgjöfum” lyfjafyrirtækja allt upp í fjórum sinnum í viku. Þar í landi hafa verið gefnar út leiðbeiningar til lækna um hvernig þeir eigi að haga samskiptum sínum við lyfjafyrirtæki, til að reyna að koma í veg fyrir að lyfjafyrirtækin geti haft áhrif á ákvarðanatöku lækna.

Þrátt fyrir það þiggur meirihluti lækna þessar heimsóknir og ýmsar gjafir, sem er ætlað að hafa áhrif á læknana til að ávísa frekar lyfjum viðkomandi fyrirtækis.

Að sögn læknis sem er fyrrum “ráðgjafi” eða sölumaður hjá lyfjafyrirtæki, nota sölumennirnir aðferðir sem þeim eru kenndar, til að mynda tengsl við læknana, s.s. myndir á skrifborði þeirra af fjölskyldu eða hluti sem tengjast við áhugamál þeirra. Í gegnum samræður um slíka hluti, komi þeir á persónulegum tengslum og nái þannig inn á læknana.

Margir læknar telja að samband þeirra við lyfjafyrirtækin, hafi ekki bein áhrif á ákvarðanatöku þeirra um ávísun á lyf en önnur bandarísk rannsókn sýnir að þetta hefur bein áhrif. Rannsóknin sýndi að eftir heimsókn sölumanns lyfjafyrirtækis til 97 lækna, jókst ávísun helmings læknanna á það lyf sem kynnt var fyrir þeim.

Sjá einnig:

Evrópsk lyfjafyrirtæki vilja aflétta banni

Fréttatilkynning lyfjafyrirtækis um bóluefni

Previous post

Nýrnasteinar

Next post

Of mikið hreinlæti?

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *