HráfæðiUppskriftir

Fylltir tómatar

  • 8 stórir tómatar
  • 2 tómatar, skornir í litla bita
  • ½ rauð paprika, skorin í litla bita
  • ½ dl hálfsólþurrkaðir kirsuberjatómatar frá LaSelva, skornir í litla bita
  • ¼ tsk chiliduft
  • ¼ – ½ tsk himalayasalt
  • ½ búnt ferskt kóríander
  • 1 avókadó, afhýddur, steinhreinsaður og skorinn í litla bita
  • 2 vorlaukar, smátt saxaðir

Skerið ofan af tómötunum og kjarnhreinsið þá, t.d. með teskeið eða litlum hníf.

Skerið allt grænmetið smátt og setjið í skál ásamt restinni af uppskriftinni og blandið saman.

Fyllið tómatana með þessari fyllingu.

Uppskrift: Sólveig Eiríksdóttir

Previous post

Hveitigras

Next post

Litlar brokkolíbökur

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published.