MataræðiUppskriftirÝmis ráð

Glænýjir grænir sjeikar

Pistill frá Sollu

Aldrei að segja aldrei…..
Það geta allir og allt breyst. Það á aldrei að segja aldrei…… Ég á vin sem alla tíð hefur verið sá mesti anti sportisti, anti grænmetis og heilsumanneskja sem ég held að gangi á jarðarkringlunni. Það skiptir ekki máli hvað sagt er, ef það tengist hollustu í einhverri mynd þá kemur þvílíki fyrirlesturinn um hvað bla bla bla bla þetta sé nú allt öfgakennt og afi hans hafi nú lifað á tólgum og uppstúf og orðið 100 ára. Ég samgleðst bæði honum og afa hans og bendi honum á að það væri nú aldeilis mikið sem sparaðist í heilbrigðiskerfinu ef allir væru nú eins og hann afi hans, og nóta bene ef ég ætti að tilnefna 1 manneskju sem ætti að klóna þá myndi ég tilnefna gamla manninn.

Þessi vinur minn flutti erlendis fyrir nokkrum árum og ég rakst á hann núna um daginn. Hann var með nýrri kærustu, sérstaklega glæsilegri konu. “Hæ Solla, mig langar til að kynna þig fyrir konunni minni. Hún er í svipuðum geira og þú, heldur námskeið í jóga og reiki.” Ég kynnti mig og við tókum tal saman. Og þrátt fyrir að ég sé hvorki að kenna jóga eða reiki þá náðum við að spjalla fullt. “Ég er búin að heyra svo mikið um þig” sagði konan og brosti, “Ég var farin að hlakka til að hitta þig”.

Síðan opnaði vinur minn sig og sagði að hann væri allur annar eftir að hún hefði komið honum upp á grænu sjeikana. Ég þurfti að hafa mig alla við að springa ekki úr hlátri. Og ég næstum því gleypti tunguna mina þegar hann sagði mér stoltur að hann væri að læra kristalla heilun á helgarnámskeiðum. Svona getur nú ástin aldeilis galdrað í lífi fólks.

Hann hefði meira að segja tekið yfirmann sinn (bankastjóra í íslenskum banka erlendis) í smá meðferð og væri sá eins og nýsleginn túskildingur.

 

Grænir sjeikar

Grænir djúsar og grænir hristingar innihalda mikið af góðum trefjum.

Uppleysanlegu trefjarnar í djúsnum, binda kólestról í þörmunum og losa líkamann við það, hjálpa og örva hægðir og stabilísera blóðsykurinn.

Það sem grænu hristingarnir hafa fram yfir djúsana er að þeir innihalda bæði uppleysanlegar og óuppleysanlegar trefjar. Óuppleysanlegu trefjunum má líkja við svamp, þær geta dregið í sig margfalda stærð sína af eiturefnum sem þær taka með sér útúr líkamanum. Með grænum hristingum getum við innbyrt mjög mikið magn af græna litnum ásamt öðru grænmeti og ávöxtum.

Með því að nota blandarann erum við að brjóta hráefnið niður til þess að auðvelda meltinguna (formelta) og gefa líkamanum greiðari aðgang að næringunni. Ef við erum dugleg að auka græna litinn í fæðunni gerir það okkur kleift að þola betur þann mat sem við erum að borða dags daglega hver svo sem hann er.

Ég hef hérna fullt af glænýjum uppskriftum af grænum sjeikum og hvet ykkur til að prófa ykkur áfram og finna út hvað hentar ykkar kroppi.

Gangi ykkur sem allra best
Solla

Grænn súkkulaði sjeik

Græna gúrkan

Græna steinseljan

Grænn og ferskur ávaxta og berjasjeik

Græna próteinbomban – kaaabúmmmm

Græna limónan eða sítrónan

Grænn og kryddaður

http://www.heilsubankinn.is/vefur/index.php?option=com_content&task=view&id=1120&Itemid=99999999

Þessi grein birtist fyrst á vefnum í  febrúar 2008

 

 

Previous post

Skaðleg efni í elduðum mat

Next post

Vangaveltur um hráfæði

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *