MataræðiÝmis ráð

Skaðleg efni í elduðum mat

Það er alltaf að koma betur í ljós að ákveðin efni í “venjulegum” mat og þá sérstaklega mjög elduðum mat geta verið krabbameinsvaldandi. Nýlegar rannsóknir sýna að mikil neysla Acrylamides stóreykur líkur á krabbameini í leghálsi og eggjastokkum hjá konum.

Acrylamide myndast þegar matur er mikið steiktur eða hitaður, þannig að hann brúnast og verður þurr. Ný efnasambönd myndast milli ákveðinna amínósýra og sykra í fæðu við háan hita og orsaka tilurð þessa efnis. Efnið Acrylamide uppgötvaðist fyrst árið 2002.

Algeng fæða sem inniheldur Acrylamide eru franskar kartöflur, flögur, og steiktar kartöfluafurðir. Stökkar kornvörur eins og brauðmylsna, ristað brauð og léttristað morgunkorn, eru ríkar af efninu, auk ristaðra kaffibauna og kaffidufts.

Því miður er Acrylamide ekki eina skaðlega efnasambandið sem myndast þegar matur er eldaður við háan hita. Rannsókn sem framkvæmd var af Evrópusambandinu árið 2007 leiddi í ljós að af þeim 800 efnasamböndum sem myndast við hitun mats, eru 52 þeirra líklega krabbameinsvaldandi. Sú rannsókn leiddi líka í ljós að mjög erfitt er að komast algjörlega hjá neyslu Acrylamides þó hægt sé að draga stórlega úr henni. Rannsóknin sýndi fram á að ein besta leiðin til að komast hjá neyslu skaðlegra efna í fæðu er að borða heimatilbúinn mat og forðast unnar matvörur og skyndibitafæði.

Góð leið til að forðast eiturefni í mat er að vanda vel valið á matnum sem þú neytir. Kjörið er að kaupa mat frá svæðinu sem þú býrð á sé þess kostur og gættu þess að fæðan sé sem náttúrulegust og minnst unnin. Æskilegt er að borða sem mest af óelduðum og hráum mat en þannig tapast síður næringarefni úr fæðunni og þessi skaðlegu efni myndast ekki.

Höfundur: Helga Björt Möller

Previous post

Ofurfæða - Ofurmömmur

Next post

Glænýjir grænir sjeikar

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *