FiskréttirJólMataræðiUppskriftir

Graflax og graflaxsósa

Það er hefð í minni fjölskyldu að vera með graflax í forrétt á aðfangadag. Það eru oftast alls konar aukaefni í graflaxi sem þú kaupir út í búð þannig að ég bý alltaf til graflax fyrir hver jól. Hann er líka bara miklu betri heimalagaður.

  • 1 lax (2 flök)
  • 4 msk. sjávarsalt
  • 2 – 3 laukar, smátt saxaðir
  • ½ tsk. hvítur pipar
  • 2 tsk. fennell
  • 4 msk. þurrkað dill

Farið ekki sparlega með lauk og dill – hlutföllin að ofan eru ekki heilög.

Laxinn er flakaður (ég fæ það gert í næstu fiskbúð), þveginn og þerraður.

Flökin eru lögð á bakka, roðið niður, kjötið upp.

Öllu hráefninu (öðru en laxinum) er blandað saman í skál og dreyft jafnt yfir flökin.

Nú eru flökin lögð saman, annað flakið ofan á hitt og sárin látin snúa saman.

Pakkið inn í álpappír og vefjið plasti utan um. Látið liggja í ísskáp, helst í 5 daga og snúið tvisvar á dag.

Áður en laxinn er borinn fram er kryddið skafið ofan af flökunum og laxinn sneiddur niður í fallegar sneiðar.

Borið fram með ristuðu (súrdeigs) brauði og graflaxsósu.

Graflaxsósa

  • 150 gr. sýrður rjómi
  • 1 msk. hunang (kaldpressað)
  • 1 msk. grófkorna sinnep
  • 1 msk. þurrkað dill
  • 1/2 tsk. sjávarsalt
  • Hvítur pipar eftir smekk

Blandið öllu saman. Hlutföll ekki heilög, smakkið til eftir smekk.

Previous post

Jólasmákökur - Rúsínuhafrakökur

Next post

Jólaísinn

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *