JólKökur og eftirréttirUppskriftir

Jólasmákökur – Rúsínuhafrakökur

Þessi uppskrift kemur frá henni Sigrúnu á CafeSigrun.

Þetta eru alveg ferlega góðar smákökur og ekki skemmir fyrir að það er nánast engin olía og þar með nánast engin fita í þeim (fyrir utan reyndar eggjarauðurnar)!!!! Jólasmákökur nánast án samviskubits? Prófið bara sjálf 🙂 
 
Gerir c.a. 50-70 kökur

  • 2,5 bollar haframjöl
  • 2 bollar spelti
  • 1 bolli ávaxtasykur
  • 1,5 bolli saxaðar rúsínur
  • 2 x Hipp Organic Apple and Blueberry dessert 190 gr (samtals 380 gr)
  • 5-6 egg, fer eftir stærð
  • 2 msk ólífuolía
  • 1/2 tsk salt
  • 1 tsk bökunarsódi

Aðferð:

Öllu hnoðað saman.Kælið deigið í smá stund.Búið til kúlur, og setjið á bökunarplötu með bökunarpappír undir. Þrýstið létt ofan á hverja kúlu með gaffli.Bakið í ca 20 mín við 200 °C (þangað til kökurnar eru orðnar gullbrúnar).

Previous post

Gómsæt súpa um jól úr sætum kartöflum

Next post

Graflax og graflaxsósa

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *