FjölskyldanHeimiliðSamskipti

Höldum áfram að læra

Eitt af því mikilvægasta sem að við getum gert til að halda góðri heilsu og lifa sem lengst, er að halda áfram að læra. Öll menntun, fræðsla og ekki síst skólaganga á seinni helmingi lífsins, getur bætt við nokkrum árum í lífsskeiðið.

Þetta kemur fram í New York Times nú fyrr í mánuðinum. Margar rannsóknir hafa verið gerðar víðs vegar um heiminn og allar benda þær til þess sama. Hvar í heiminum sem að þú býrð, í hvaða landi sem er, á meðan að þú heldur áfram að læra, heldurðu betri heilsu og lifir lengur.

Margar ástæður liggja þarna að baki. Það að vera að læra heldur heilafrumunum ferskari, bætir minnið og getur dregið úr ótímabærri öldrun heilans. Að vera í skóla, myndar oftar en ekki sterkt, gott og fjölbreytt tengslanet og þú eignast marga áhugaverða vini með sömu eða svipuð áhugamál. Að auki fylgir lang oftast hærri innkoma í kjölfarið á frekara námi og því batna lífskjörin um leið.

Niðurstaðan er því sú að viljir þú bæta heilsuna og lifa nokkrum árunum lengur – fjárfestu þá í námi. Finndu það sem að þig hefur alltaf dreymt um að læra. Áhuginn mun drífa þig áfram í skemmtilegu og áhugaverðu flugi sem að þú áttir ekki von á að upplifa. Þú nýtur þess að vera nálægt nýjum vinum og verður áhugaverðari sem einstaklingur, þar sem að gleðin og áhugasemin skín og þú blómstrar, hraustari sem aldrei fyrr.

Höfundur: Guðný Ósk Diðriksdóttir

Previous post

Sannir vinir

Next post

Lengra æviskeið

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *