FjölskyldanHeimiliðSjálfsrækt

Hreinsun líkama og hugar

Nú í upphafi árs eru margir að huga að því að koma sér í betra form, velta fyrir sér leiðum til að ná betri líðan og huga að bættu útliti.

Jólin eru tími þar sem við veitum okkur oft meira í mat og drykk en á öðrum árstíðum og það er nauðsynlegt stundum að slaka á og njóta. En margir koma út úr hátíðarhöldunum með mikla timburmenn.

Oft er mikið um reyktan mat á hátíð ljóss og friðar og fer hann oft illa í fólk. Sykurinn er eitur fyrir marga og aukakílóin hafa eflaust hreiðrað um sig hjá einhverjum.

Ef þið finnið fyrir því að vera uppbelgd, þrútin, með höfuðverki, liðverki eða slen þá er gott að taka sér tak og hreinsa til í kerfinu.

Margar leiðir eru færar til að hreinsa líkamann og eru þær mis aðgangsharðar. Hægt er að létta á kerfinu með því að taka út þungmelta fæðu, gott er að taka inn meira af söfum sem létta á meltingunni og svo eru til mismunandi föstur sem fela í sér að halda sig frá allri fastri fæðu í mismunandi langan tíma.

Á meðan við léttum á kerfinu er gott að taka inn bætiefni, jurtir og annað sem styrkir líffærin sem sjá um hreinsunina.

Þegar við tökum okkur til og hreinsum líkamann er mikilvægt að huga að góðri hreyfingu og ræktun hugans. Hreyfingin er nauðsynleg þar sem hún flýtir fyrir og hjálpar til við hreinsunina. Þegar blóðrásin eflist þá hreinsast eiturefnin hraðar og skilvirkara út.

Með ræktun hugans á ég við að huga að því að draga úr streitu og eiga rólegar stundir. Streita getur unnið gegn hreinsun þar sem líffærin eru hálf vanvirk vegna spennuástands. Hugleiðsla er alltaf öflugt tæki sem á sérstaklega vel við þegar við hugum að hreinsun líkamans. Hún gefur okkur djúpa ró, vinnur gegn streitu og vinnur oft gegn neikvæðum tilfinningum og hugsunum.

Á næstu dögum munum við birta greinar um mismunandi leiðir til hreinsunar og afeitrunar líkamans.

 
Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir, greinin birtist fyrst á vefnum í janúar 2007

Previous post

Skammtafræði (Quantum Physics)

Next post

Jólahátíðin

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published.