Greinar um hreyfinguHreyfing

Hver er besti tíminn fyrir líkamsrækt?

Í Morgunblaðinu um daginn var skoðað hvort betra væri að æfa á morgnana eða seinnipart dags.

Niðurstaðan er sú að það fer eftir því hvert markmið þitt er með æfingunum. Ef þú stefnir á að byggja upp vöðvamassa er betra að æfa seinnipartinn en ef ætlunin er að grennast henta morgnarnir betur.

Þó skiptir sennilega mestu að fara eftir sínum eigin líkamstakti. Sumir njóta þess best að byrja daginn eldsnemma og byrja á hressilegum æfingum en öðrum hentar betur að fara rólega inn í daginn og taka frekar á því seinnipart dags.

Hitastig líkamans hefur tilhneigingu til að hækka seinni hluta dags og er því líkaminn betur undir það búinn að taka vel á. Vöðvar og vöðvafestur eru heitari og þarf því líka minna að teygja þar sem hjarta og vöðvar eru betur undir það búnir að mæta álagi líkamsæfinganna.

Seinnipart dags er líka meira af glýkógeni í vöðvum heldur en fyrri hluta dags og því meira eldsneyti á tankinum fyrir vöðvauppbyggingu.

En það eru líka kostir sem fylgja því að æfa á morgnana samkvæmt fréttinni. Þeir sem ætla sér fyrst og fremst að grennast ættu að æfa á morgnana vegna þess að þegar fólk gerir þrekæfingar á tóman maga, þá brennir fólk meiru en ella.

Þeir sem æfa á morgnana skyldu þó hafa í huga að hita vel upp og teygja þar sem líkaminn er kannski ekki almennilega vaknaður og heitur. Það dregur úr hættu á meiðslum.

Að lokum er gott að hafa í huga að þeir sem æfa á morgnana eru líklegri til að halda æfingunum inni sem lífsstíl. Það er jú það sem skiptir mestu í þessu öllu, það er að æfa reglulega og alltaf.

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir. Greinin birtist fyrst á vefnum í mars 2007

Previous post

Gönguferðir - bæði fyrir hjartað og heilann

Next post

Dönsum á okkur fallegan maga

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published.