Greinar um hreyfinguHreyfing

Gönguferðir – bæði fyrir hjartað og heilann

Nú nálgast vorið óðfluga. Brumin að byrja að sjást á trjánum og nokkrar flugur hafa þegar flogið frá sínum dvalarstað og farnar að suða í gluggunum. Eitt af því sem að er svo yndislegt við vorið er að birtan er meiri og dagurinn lengist. Nú fara krakkarnir ekki í skólann í myrkrinu og koma heim þegar byrjað er að rökkva.

Annað sem fylgir líka vorkomunni er löngunin til að vera meira útivið og því er vorið tilvalinn tími til að setja sér ný hreyfimarkmið og setja gönguferð inn í dagsplanið.

Við vitum að hreyfing er nauðsynleg fyrir heilbrigða hjartaheilsu og það sem regluleg hreyfing gerir líka, er að hún getur komið í veg fyrir ótímabæra hrörnun og heilasjúkdóma. Það hefur verið sannað að þeir sem stunda reglulega hreyfingu halda skerpu hugarins og eru ernari á allan hátt, en þeir sem hreyfa sig ekkert.

Blóðstreymi er meira til heilans og hann rýrnar síður ef regluleg hreyfing er viðhöfð og ekki er nauðsynlegt að hreyfa sig meira en í 15 mínútur á dag, þrisvar í viku, til að mælanlegur munur sé á. En best er að setja sér þau markmið að einhver hreyfing sé viðhöfð daglega.

Fleiri kostir fylgja með reglulegri hreyfingu en ofangreindir. Almenn hreyfigeta og meiri liðleiki bæta lífsskilirðin og lundin verður líka léttari. Aldurinn skiptir engu máli, regluleg hreyfing hefur alltaf jákvæð áhrif á heilann, hjartaheilsuna og almenna líðan.

Aðalatriðið er þó að hafa gaman af hreyfingunni sem valin er, svo að löngunin sé til staðar og ekki sé gefist upp. Gönguferð í góðum félagsskap er tilvalin útivist og hreyfing og síðast en ekki síst, góð skemmtun.

Höfundur: Guðný Ósk Diðriksdóttir

Previous post

Hvað brennum við mörgum hitaeiningum við æfingar?

Next post

Hver er besti tíminn fyrir líkamsrækt?

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published.