Greinar um hreyfinguHreyfing

Hvað brennum við mörgum hitaeiningum við æfingar?

Það hversu mörgum hitaeiningum þú brennir við ólíkar líkamsæfingar fer eftir þyngd þinni, hvers konar hreyfingu þú ert að stunda og af hvaða ákafa þú stundar hana.

Sama hver æfingin er, það er alltaf hægt að fara sér hægar eða hraðar svo að í raun skiptir það minna máli hvaða æfingu þú ert að gera, heldur á hvaða álagi þú ert. Því ákafar sem þú hreyfir þig eða reynir á þig, því hærra fer púlsinn og þú notar meiri orku, sem um leið þýðir að þú brennir fleiri hitaeiningum.

Frábær leið til að stytta æfingartímann, er að hækka áreynslustig æfingarinnar reglulega, á meðan á æfingunni stendur, þannig að álagið er lítið til að byrja með, en stigmagnast í gegnum æfingartímann. Ef æfingin tekur t.d. hálftíma ættirðu léttilega að ná að keyra púlsinn hægt upp í hámarksátak fjórum til fimm sinnum.

Ef við lítum á töfluna hér fyrir neðan, þá á þetta við um flestar þær íþróttir sem fólk stundar nú til dags. Bent skal á að þessar tölur eru ekki byggðar á nákvæmum útreikningum, heldur getum við gefið okkur að þær séu nálægt þeim hitaeiningum sem við myndum brenna á þessum tíma. Ómögulegt er að gefa nákvæmari tölur, en þú getur reiknað sjálf(ur) út u.þ.b. fjölda hitaeininga, ef þú berð saman erfiðleikastig æfingarinnar þinnar við töfluna og færð þannig tölu sem er nokkuð nærri lagi.

Taflan er fyrir ólíkar líkamsþyngdir og til að fá nákvæmari tölur fyrir þína eigin þyngd geturðu reiknað það út frá hinum tölunum. Taflan gefur upp fjölda hitaeininga (kal) sem hafa tapast eftir 10 mínútna æfingu.

brennslutafla

Nú kann einhver að spyrja: “Af hverju ætti ég að vera að stunda lyftingar (styrktarþjálfun), þegar ég get verið að brenna helmingi fleiri hitaeiningum við það að skokka eða synda?”

Athuga þarf að þegar fólk stundar eingöngu brennsluæfingar og engar lyftingar, verður sú breyting á líkamanum að hann minnkar fitubirgðir sínar en líkamsformið verður það sama. Með lyftingum geturðu meðal annars breikkað axlalínuna, breikkað brjóstkassann, formað rassvöðvana, breikkað bak svo mitti virðist minna o.s.frv. o.s frv. Og ef við tökum og berum þessar tvær aðferðir saman er þá nokkur vafi hvor aðferðin gefur okkur meira?

 

Höfundur: Kristján Jónsson – einkaþjálfari og næringarráðgjafi. – Þjálfun.is

Previous post

Að byrja aftur að æfa

Next post

Gönguferðir - bæði fyrir hjartað og heilann

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published.