Greinar um hreyfinguHreyfing

Að byrja aftur að æfa

Nú í sumarlok ætla margir að rjúka af stað með fögur fyrirheit um að koma sér nú í form. Margir hafa eflaust slakað á í sumar gagnvart hreyfingunni og ætla að taka haustið með trukki og dýfu.

Hafið þó hugfast að betra er að byrja rólega og halda þetta út, heldur en að byrja að æfa alla daga vikunnar og hætta svo með öllu eftir 3 vikur.

Einnig er mikilvægt að hafa hugfast að hvíldin er ekki síður mikilvæg heldur en æfingin. Skynsamleg blanda af þessu tvennu er hin gullna regla. Gott er að taka röska æfingu, þrjá til fimm daga í viku og hvíla hina dagana.

Það er hægt að æfa of mikið. Ef við gefum ekki líkamanum þá hvíld sem hann þarfnast til að byggja sig upp, þá getum við gengið á okkur og unnið meira ógagn en gagn.

En munið þó að við öðlumst meiri orku, með reglulegri hreyfingu. Ef við erum of útkeyrð eftir vinnu og annan eril, til að geta komið inn góðri hreyfingu í lífsstílinn, þá þarf að stoppa og endurskoða forgangsröðunina.

Oft segir fólk og þá sérstaklega konur, að þær hreinlega finni ekki tíma til að æfa án þess að ganga á þann tíma sem þær hafa annars með börnunum. Ef þetta er vandamálið þá er um að gera að sameina þetta tvennt.

Það er hægt að gera svo fjölmargt sem tengist hreyfingu, sem hægt er að njóta með börnunum. Hægt er að skreppa í sund, fara saman út að hjóla eða ganga Esjuna á laugardögum. Er ekki líka oft vandamálið að við gerum of lítið af því að hafa gaman í tilverunni?

 

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir

Previous post

Tai Chi getur hjálpað við sykursýki

Next post

Hvað brennum við mörgum hitaeiningum við æfingar?

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published.