JólKökur og eftirréttirMataræðiUppskriftir

Konfektkúlur

Hér kemur önnur uppskrift af ljúffengu jólakonfekti frá henni Ingu. 

  • 2 dl. rúsínur
  • 5 fíkjur
  • ¾ dl. vatn
  • 1 1/2 dl. möndlur
  • rifinn börkur af einni appelsínu eða sítrónu (lífrænni)
  • kókos

Leggið rúsínur og fíkjur í bleyti í vatn í nokkra klukkutíma.

Hakkið möndlurnar. Maukið rúsínurnar og fíkjurnar með smá af vatninu í matvinnsluvél, þannig að úr verði þykkur massi. Blandið saman við möndlurnar og rifna börkinn.

Formið í kúlur og veltið upp úr kókos.

Gerir ca. 30 kúlur.

Previous post

Tómatsúpa frá Zanzibar

Next post

Carob-döðlubitakökur

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *