JurtirMataræði

Vallhumall

Ein jurt sem ég tíni á hverju sumri er vallhumall. Vallhumallinn er vinsæl lækningajurt og er hún jöfnum höndum notuð í te, seyði og smyrsl.

Í jurtinni eru þekkt efni sem örva blóðstorknun og var jurtin notuð mikið, fyrr á tímum, til að stöðva blæðingar. Hún vinnur einnig á bólgum og er talin blóðhreinsandi. Hún er góð fyrir blóðrásina og hefur verið notuð við of háum blóðþrýstingi.

Vallhumallinn hefur verið notaður útvortis til að vinna á exemi og öðrum útbrotum. Einnig er hann sagður góður í olíur til að nudda auma liði og hefur verið notaður við liðagigt.

Algengt er að nota hann við flensu, kvefi og hita. Gott er að setja hann útí sjóðandi vatn og anda að sér gufunni við astma og heymæði.

Vallhumallinn hefur einnig verið notaður við vandamálum í meltingarvegi og við þvagfærasýkingum.

Vallhumallinn er góður fyrir konur. Hann hefur verið notaður til að örva tíðir og er hann góður við verkjum og krömpum í legi. Hann er svitadrífandi og róandi og hefur reynst konum vel sem eru að fara í gegnum breytingaskeiðið, þar sem hann er góður við hitakófum og svitaköstum.

Upplagt er að nota Vallhumalinn í te með Maríustakknum sem er einnig mjög góð kvennajurt. Maríustakkurinn er góður til að koma reglu á blæðingar og er styrkjandi fyrir móðurlífið.

 

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir

 

Previous post

Spíruð spergilkálsfræ

Next post

Rabarbari

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published.