MataræðiVítamín

Vítamín og steinefni

Góð næring er miklu meira en bara að fylla magann, hún hefur gríðarleg áhrif á almennt heilsufar okkar og orku. Eitt af því sem áríðandi er að hafa í huga er fjölbreytni. Mismunandi matur gefur fjölbreyttustu flóruna af vítamínum og steinefnum.

Til að vera viss um að fá örugglega öll þau næringarefni sem að við þurfum, ættum við að velja allan regnbogann af litríkum mat. Litríkur matur samanstendur að mestu af grænmeti og ávöxtum, sem eru hollir, góðir og vítamínríkir og eru í leiðinni trefjarík og hitaeiningasnauð fæða.

Þau vítamín sem að mest er um rætt þessa stundina eru andoxunarefnin A, C og E og steinefnið selen, auk sólskinsvítamínsins D.

Fæða sem er rík af andoxunarefnum er t.d.:

Grasker, gulrætur, spínat, sætar kartöflur, grænt kál og mangó eru rík af A-vítamíni og beta-karótíni.

Sítrusávextir, jarðarber, blómkál, brokkolí, tómatar, sætar kartöflur og aspas eru rík af C-vítamíni.

Jurtaolíur, möndlur, gróft mjöl, sætar kartöflur og spínat eru rík af E-vítamíni.

Í lax og ýsu er selen.

D-vítamín er nauðsynlegt líkanum til að upptaka hans á kalki sé nægjanleg. Sólskin er best til að veita líkamanum þetta vítamín, einnig Omega 3 fitusýrur, feitur fiskur, egg og lifur.

Vítamín og fæðubótarefni geta aldrei komið alveg í stað næringar og trefja úr fæðunni sjálfri. En æskilegt er að taka inn góð vítamín og steinefni til að tryggja það að líkaminn fái nóg af þeim. Ávallt skal þó varast að taka aldrei meira inn daglega, en ráðlagðan dagskammt hvers vítamíns.

Vísindamenn eru alltaf að uppgötva ný efni í fæðunni sem að eru góð heilsu okkar og vörn gegn ýmsum sjúkdómum.  Þeir koma til með að finna fleiri og fleiri slík efni á komandi árum. Þar til að þau finnast, skulum við hafa í huga þá grunnþekkingu sem til er í dag.

Vítamín og steinefni hafa engar hitaeiningar.

Hægt er að finna öll vítamín og steinefni í matnum.

Ef að líkaminn fær of lítið af vítamínum og steinefnum í langan tíma, fer hann að sýna vannæringareinkenni og mynda sjúkdóma.

Langbestu vítamínin og steinefnin eru þau sem að við fáum úr fæðunni sjálfri.

Previous post

Mikilvægi D-vítamíns

Next post

Dæmisaga

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *