BrauðUppskriftir

Fljótlegir pítsubotnar úr spelti

350 g spelt*, t.d. fínt og gróft til helminga

1-1 ½ msk vínsteinslyftiduft*
smá himalaya eða sjávarsalt
2-3 msk kaldpressuð olía, t.d. kókos* eða ólífu
180 – 200ml dl heitt vatn

Blandið þurrefnunum saman í skál, ég set þetta gjarnan í matvinnsluvél með hnoðara. Bætið olíunni útí og endið á að setja vatnið rólega útí á meðan vélin er í gangi. Þegar deigið myndar kúlu í vélinni er það tilbúið. Stráið smá spelti á borð og fletjið deigið frekar þunnt út. Ég nota hringlóttan disk sem er um 23 cm í þvermál og skelli honum ofaná deigið til að skera út eftir og fá hringlaga botn. Setjið bökunarpappír á ofnplötu, leggið botninn þar ofaná og forbakið við 200°c í 3-4 mín. Látið rakt stykki oná botnana svo þeir haldist mjúkir. Þessi uppskrift gefur af sér 3 botna.

það er ótrúlega sniðugt að baka nokkra pítsabotna í einu. Það munar frekar litlu tímalega séð á að baka 2 botna eða 4 þegar maður á annað borð er byrjaður að baka. Og síðan frysta þá sem maður er ekki að nota. Það er mjög þægilegt að eiga frysta pítsubotna þegar kemur að erilsömu kvöldi…..

*fæst lífrænt frá Himneskri Hollustu

Uppskrift frá Sollu

Previous post

Konfekt

Next post

Pönnubrauð 4 stk

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *