Flokkun garðaúrgangs
Það eru eflaust margir sem hafa hug á að byrja að vinna í garðinum um komandi helgi enda er um langa helgi að ræða, Hvítasunnuhelgina.
Þá er gott að huga að flokkun garðaúrgangs og skilum hans til endurvinnslu. Á vefsíðu Sorpu kemur fram að flokka á garðaúrgang í þrennt. Númer eitt er gras, númer tvö eru trjágreinar og í þriðja flokkinn fer annað, svo sem blómaafskurður, illgresi og þökuafgangar. Grjót og annan jarðveg skal flokka frá garðaúrganginum.
Garðaúrgangurinn er nýttur til framleiðslu á jarðvegsbæti eða áburði. Sorpa framleiðir bæti sem kallast MOLTA og er hann unninn úr trjágreinum og grasi. Áburðurinn er til notkunar í blómabeðin eða á grasflötina.
Áburðinn er hægt að kaupa hjá Blómavali og hjá Sorpu í Álfsnesi.
Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir
No Comment