GrænmetisréttirJólMataræðiUppskriftirÝmislegt

Jólagrautur

Í tilefni af viðtalinu við hana Þorbjörgu í dag á vefnum er ekki úr vegi að birta uppskrift eftir manninn hennar, hann Umahro af dýrindis ávaxtagraut fyrir jólin.

Berja-epla-peru-döðlugrautur…án sykurs!

Fyrir 4 persónur

  • 300 gr frosin bláber
  • 300 gr frosin hindber eða jarðarber
  • 2 epli, skorin í grófa bita
  • 2 perur skornar í grófa bita
  • 40 döðlur steinlausar, grófsaxaðar
  • 1/2 tsk vanilluduft
  • 1 tsk kanelduft
  • 1/2 tsk kardemommuduft
  • 1 mjög lítill hnífsoddur sjávar- eða steinsalt
  • 1 mjög lítill hnífsoddur nýmalaður svartur pipar
  • 2 dl vatn

Setjið allt innihaldið í pott og stillið á meðalhita. Látið krauma í u.þ.b. 45 mín, þar til ber, döðlur og ávextir eru “uppleyst”. Munið að hræra við og við svo að grauturinn brenni ekki. Þú getur látið grautinn vera eins og hann er eftir suðu eða hrært hann saman í blender eða með töfrasprota.

Loksins ávaxtagrautur sem innihleldur aðeins ávexti, kryddjurtir og svolítið vatn. Skoðið “venjulegan” tilbúinn ávaxtagraut. Þar er meira af sykri en ávöxtum. Þetta er villandi – ætti ekki frekar að kalla grautinn “sykur-og ávaxtagrautur” – sérlega óhollur”.

Grautinn er hægt að borða heitan sem kaldan. Það klæðir hann vel að hella örlitlum (soja)rjóma út á. Grautinn er einnig hægt að nota til að laga “alvöru” ávaxtajógurt. Blandið hreinu jógúrti í ávaxtagrautinn og útkoman er frábær og mun hollari en hefðbundið ávaxtajógurt sem í raun ætti að heita “sykur-og ávaxtajógúrt”.  Njótið vel – Umahro.

Previous post

Hafrakökur

Next post

Hlynsíróps- og sesamsmjörssmákökur

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *