JólKökur og eftirréttirUppskriftir

Hafrakökur

Nú er að fara að undirbúa sig fyrir jólabaksturinn en passa að halda hollustunni inni. 

  • 150 gr haframjöl
  • 2 msk kókosflögur
  • 1 msk sólblómafræ
  • 1 msk graskersfræ aðeins hökkuð
  • 1 msk möluð hörfræ
  • 25 gr saxaðar döðlur (má sleppa)
  • 3 msk hrísgrjónasýróp
  • 5 msk kaldpressuð valhnetuolía (eða önnur góð olía)

Stillið ofninn á 180°.

Blandið þurrefnunum saman.

Bætið sýrópinu og olíunni samanvið.

Setjið í smurt mót sem er ca 14 x 14 cm og bakið í 25-30 mínútur.

Skerið í bita og látið kólna í mótinu.

Previous post

Jólaísinn

Next post

Jólagrautur

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published.