JurtirMataræði

Spíruð spergilkálsfræ

Við höfum sagt frá því hér áður að í spergilkáli er sérstaklega mikið af andoxunarefni sem kallast sulforaphane. Þetta efni stuðlar að aukningu ensíma sem hjálpa líkamanum að losna við carcinogens sem eru krabbameinsvaldandi efni. Það í raun drepur óeðlilegar frumur og dregur einnig úr oxun í líkamanum.

Rannsókn sem var framkvæmd í Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum sýndi að sulforaphane dró úr líkum á því að krabbameinsæxli mynduðust hjá um 60% rannsóknarhópsins og það jafnframt minnkaði stærð þeirra æxla sem þó mynduðust um 75%.

Vísindamenn hafa uppgötvað að spíruð spergilkálsfræ innihalda 30 til 50 sinnum meira af sulforaphane heldur en venjulegt spergilkál.

Það er því um að gera að bæta spíruðum spergilkálsfræjum í mataræðið til að styrkja ónæmiskerfið og svo er um að gera að halda áfram að borða fullt af spergilkáli – það er algjör ofurfæða.

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir

 

Deildu þessum upplýsingum

Previous post

Chia fræ - litlir risar!

Next post

Vallhumall

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *