Heilsubankinn Mataræði
ForsíðaMataræðiHreyfingHeimiliðUmhverfiðMeðferðir
 

Heilsubankinn er vefur um allt er viðkemur heilsu okkar og lífsháttum. Honum er ætlað að stuðla að aukinni meðvitund um holla lífshætti og um leið er honum ætlað að vera hvatning fyrir fólk til að taka aukna ábyrgð á eigin lífi og heilsu.

Vefurinn er rekinn sem fréttamiðill, auk þess sem hann er gagnabanki yfir aðila sem bjóða þjónustu er fellur að áherslum Heilsubankans.

Við hvetjum þig til að skrá þig á póstlista Heilsubankans (hér) og sendum við þér þá fréttabréfið okkar í tölvupósti ca. tvisvar sinnum í mánuði. Þar koma fram punktar yfir það helsta sem hefur birst á síðum Heilsubankans, auk tilboða sem eru í boði fyrir handhafa Heilsukortsins.

Við bjóðum þig velkomin(n) inn á vefinn og hlökkum til að sjá þig hér sem oftast.

B1 vítamín (Thíamín) Prenta Rafpóstur

B1 vítamín örvar blóðrásina, hjálpar til við endurnýjun blóðsins og ýtir undir sýruframleiðslu sem er mikilvæg meltingunni. Vítamínið er sérlega tengt andlegri heilsu og virkjar hugsun og starfsemi heilans. Það ýtir undir vöxt, eðlilega matarlyst, þrótt og námshæfni, auk þess sem það dregur úr flug- og sjóveiki. Það auðveldar meltingu kolvetna, styrkir viðhald og uppbyggingu vöðva, ýtir undir eðlilega starfsemi taugakerfis og efnaskipti tauga. Það getur dregið úr sársauka eftir tannholdsuppskurð.

Skortseinkenni geta verið sjúkdómurinn Beriberi sem er sjaldgæfur í þróuðum löndum. Önnur skortseinkenni eru harðlífi, bjúgsöfnun, ofvöxtur í lifur, minnisleysi, maga- og þarmatruflanir, öndunarerfiðleikar, lystarleysi, vöðvarýrnun, þreyta, pirringur og stress, svimi, sársauki, slæm tilfinning fyrir staðsetningu, almennt orkuleysi og þyngdartap.

B1 vítamín skortur er nokkuð algengur hjá alkahólistum þar sem alkahól dregur úr magni vítamínsins í líkamanum. Koffín og kolvetnaríkt mataræði draga líka úr magni B1 vítamínsins.

 

Við fáum B1 vítamín úr hýðishrísgrjónum, eggjarauðum, fiski, belgjurtum, lifur, salthnetum, baunum, svína- og fuglakjöti, úr haframjöli, heilhveiti, hveitiklíði og fræjum. Það má líka fá B1 vítamín úr aspas, ölgeri, brokkólí, hnetum, plómum, þurrkuðum fíkjum, rúsínum, kartöflum og rófum.

Þær jurtir sem innihalda B1 vítamín eru meðal annars: alfa alfa spírur, cayenne pipar, kamilla, haugarfi, augnfró, fennelfræ, fenugreek, hops, nettlur, hafrastrá, steinselja, piparmynta og fleira.

 

Eiturvirkni B1 vítamíns er ekki þekkt.

  Til baka Prenta Senda þetta á vin
 
Greinar Pistill dagsins Viðtöl Fréttir
Reynslusögur Uppskriftir Fyrirspurnir og ábendingar Vandamál og úrræði
Skráning á þjónustu- og meðferðarsíður

© 2006 Heilsubankinn - Allur réttur áskilinn