Heilsubankinn Mataræði
ForsíðaMataræðiHreyfingHeimiliðUmhverfiðMeðferðir
 

Heilsubankinn er vefur um allt er viðkemur heilsu okkar og lífsháttum. Honum er ætlað að stuðla að aukinni meðvitund um holla lífshætti og um leið er honum ætlað að vera hvatning fyrir fólk til að taka aukna ábyrgð á eigin lífi og heilsu.

Vefurinn er rekinn sem fréttamiðill, auk þess sem hann er gagnabanki yfir aðila sem bjóða þjónustu er fellur að áherslum Heilsubankans.

Við hvetjum þig til að skrá þig á póstlista Heilsubankans (hér) og sendum við þér þá fréttabréfið okkar í tölvupósti ca. tvisvar sinnum í mánuði. Þar koma fram punktar yfir það helsta sem hefur birst á síðum Heilsubankans, auk tilboða sem eru í boði fyrir handhafa Heilsukortsins.

Við bjóðum þig velkomin(n) inn á vefinn og hlökkum til að sjá þig hér sem oftast.

Graflax og graflaxsósa Prenta Rafpóstur

Það er hefð í minni fjölskyldu að vera með graflax í forrétt á aðfangadag. Það eru oftast alls konar aukaefni í graflaxi sem þú kaupir út í búð þannig að ég bý alltaf til graflax fyrir hver jól. Hann er líka bara miklu betri heimalagaður.

Graflax

jolabjollur1 lax (2 flök)
4 msk. sjávarsalt
2 - 3 laukar, smátt saxaðir
½ tsk. hvítur pipar
2 tsk. fennell
4 msk. þurrkað dill

 

Farið ekki sparlega með lauk og dill - hlutföllin að ofan eru ekki heilög.

Laxinn er flakaður (ég fæ það gert í næstu fiskbúð), þveginn og þerraður.

Flökin eru lögð á bakka, roðið niður, kjötið upp.

Öllu hráefninu (öðru en laxinum) er blandað saman í skál og dreyft jafnt yfir flökin.

Nú eru flökin lögð saman, annað flakið ofan á hitt og sárin látin snúa saman.

Pakkið inn í álpappír og vefjið plasti utan um. Látið liggja í ísskáp, helst í 5 daga og snúið tvisvar á dag.

 

Áður en laxinn er borinn fram er kryddið skafið ofan af flökunum og laxinn sneiddur niður í fallegar sneiðar.

Borið fram með ristuðu (súrdeigs) brauði og graflaxsósu.

 

Graflaxsósa

150 gr. sýrður rjómi
1 msk. hunang (kaldpressað)
1 msk. grófkorna sinnep
1 msk. þurrkað dill
1/2 tsk. sjávarsalt
Hvítur pipar eftir smekk

 

Blandið öllu saman. Hlutföll ekki heilög, smakkið til eftir smekk.

  Til baka Prenta Senda þetta á vin
 
Greinar Pistill dagsins Viðtöl Fréttir
Reynslusögur Uppskriftir Fyrirspurnir og ábendingar Vandamál og úrræði
Skráning á þjónustu- og meðferðarsíður

© 2006 Heilsubankinn - Allur réttur áskilinn