MataræðiVítamín

A Vítamín

A vítamín er fituleysið vítamín. Það geymist í líkamanum og því ekki þörf á daglegri inntöku. Af þessum sökum er hægt að fá eituráhrif vegna ofneyslu á vítamíninu en það þarf mikla ofneyslu til að eituráhrif komi fram.

A vítamín er gott fyrir augun. Það fyrirbyggir náttblindu og sjóndepru og hjálpar við meðferð ýmissa augnsjúkdóma. Vítamínið er gott við ýmsum húðvandamálum, eins og unglingabólum og ígerðum. Styrkir uppbyggingu og viðhald vefja og slímhúðar í líkamanum. A vítamín er mikilvægt við myndun beina og tanna. Það veitir viðnám gegn kvefi og flensum, auk þess sem það vinnur á móti sýkingu í nýrum, þvagblöðru og lungum. A vítamín vinnur sem andoxunarefni og ver því frumur okkar gegn krabbameini og öðrum sjúkdómum. Vítamínið er einnig nauðsynlegt til vaxtar og viðhalds frumna líkamans. Vítamínið vinnur á móti hjartasjúkdómum og minnkar magn slæma kólesterólsins.

Skortseinkenni geta verið þurrt hár og/eða þurr húð, augnþurrkur og náttblinda. Önnur möguleg einkenni eru ígerð í eyrum , svefnleysi, þreyta, sýkingar í húð, sbr. graftarbólur og sýkingar í öndunarvegi sem geta t.d. valdið tíðum kvefpestum.

Við fáum A vítamín m.a. úr dýra- og fiskilifur og úr grænum og gulum ávöxtum og grænmeti. Má þar nefna apríkósur, gulrætur, aspas, spergilkál og spínat.

Eitureinkenni geta komið fram ef teknar eru meira en 100.000 ae (alþjóðlegar einingar) á dag yfir langt tímabil. Ráðlagður dagskammtur er um 2.600 ae fyrir konur og um 3.000 ae fyrir karla. Helstu eitureinkenni væru stækkuð lifur, kviðverkir, stöðvun blæðinga hjá konum, hárlos, ógleði og uppköst, kláði og útbrot, liðverkir, óskýr sjón og höfuðverkur.

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir

Previous post

Vítamín og bætiefni sem hægt er að taka til að flýta fyrir gróanda sára eða eftir aðgerðir

Next post

Fróðleikur um vítamín

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *