Kökur og eftirréttirUppskriftir

Bara rabarbara og banana ís

  • 285 gr. rabarbari
  • 30 ml. vatn
  • 55 gr. hakkaðar döðlur
  • ½ tsk. vanilluduft
  • 2 meðalstórir bananar
  • hakkaðar hnetur til skrauts.

 

Skerið rabarbarann í ca. 2 cm. bita og skellið í pott með köldu vatni.

Látið suðuna koma upp.

Þegar suðan er komin upp, hellið þá vatninu af. Hafið rabarbarann ennþá í pottinum, bætið í 30 ml. af vatni og hökkuðu döðlunum.

Setjið lok á pottinn, látið suðuna koma upp og sjóðið, þar til rabarbarinn og döðlurnar eru orðin mjúk.

Kælið.

Maukið blönduna í matvinnsluvél.

Setjið blönduna í klakabox og frystið.

Þegar blandan er frosin er hún sett í matvinnsluvél ásamt vanillunni og bananarnir settir útí.

Blandið þar til orðið mjúkt.

Berið fram strax, skreytt með hökkuðum hnetum.

 

Uppskrift: Inga Kristjánsdóttir – næringarþerapisti D.E.T.

 

Previous post

Mangodesert

Next post

Bláberja- og pecanmuffins

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published.