Kökur og eftirréttirUppskriftir

Bláberja- og pecanmuffins

Birtum hér aðra bláberjauppskrift fyrir þá sem eru að drukkna í nýtíndum, himneskum berjum. Fengum þessa uppskrift af vefnum hennar Sigrúnar, cafesigrun.com.

 • 300 gr lítil bláber, frosin eða fersk. Ef notuð eru frosin skal taka þau út úr frystinum rétt áður en þau eru sett í deigið og losuð sundur með t.d. hníf því annars þiðna berin og deigið verður fjólublátt og óspennandi.
 • 100 gr pecan hnetur, smátt saxaðar. Nota má valhnetur í staðinn
 • 300 gr spelti
 • 2 tsk vínsteinslyftiduft
 • 1/2 tsk heilsusalt (Herbamare)
 • 2 stórt eða tvö lítil egg
 • 150 gr ávaxtasykur
 • 2 msk hreint hlynsíróp (enska: maple syrup) eða agavesíróp
 • 110 ml undanrenna (minna ef notuð eru frosin bláber). Ekki víst að þurfi meiri vökva svo geymið alveg þangað til síðast
 • 250 ml Hipp Organic barnamatur, blueberry and apple dessert t.d. (án viðbætts sykurs)
 • 2 tsk vanilludropar eða vanilluduft

Ofaná til skreytingar

 • 50 gr pecan hnetur, smátt saxaðar
 • 1 msk (eða meira) af ávaxtasykri, pínulitlu dreift á hvern muffins

 

Aðferð:

Sníðið bökunarpappír (klippið út hring að stærð við undirskál) fyrir hverja möffinsholu. Sjá athugasemdir hér fyrir neðan. Einnig má nota siliconform og þá þarf ekki að nota bökunarpappír.

Forhitið ofninn í 200°C.

Byrjið á því að sigta saman speltið, lyftidufið og saltið í stóra skál

Í aðra skál skal blandað saman eggi, ávaxtasykrinum, hlynsírópinu, mjólk (ef þarf), vanilludropunum og bláberja/eplamaukinu.

Setjið nú þurru hráefnin saman við eggjablönduna og veltið aðeins með stórri sleif, mjög varlega þannig að ekki sé hrært of mikið. Ekki vera hissa þó blandan sé ferlega ljót, hún á að vera þannig til að muffinsarnir verið léttir.

Blandið nú bláberjunum og pecanhnetunum í blönduna, og hrærið sem allra minnst, bara rétt að velta þeim við.

Setjið nú blöndu af deiginu í hverja holu í forminu.

Fyllið ekki hverja holu meira en 2/3 upp að rönd.

Dreifið afgangnum af söxuðu pecanhnetunum og smá af ávaxtasykri á hvern muffins.

Bakið í 30 mínútur eða þangað til muffinsarnir hafa risið vel og eru gullbrúnir.

Kælið í 5 mínútur.

Þetta er frekar lítil uppskrift, ég geri hana yfirleitt tvöfalda því muffinsarnir hverfa eins og dögg fyrir sólu!!!!

Ef maður notar ekki olíu eða smjör í deigið þá getur maður hvorki notað venjuleg pappírsform, né muffinsbökunarplötuna. Það fást sem sé ekki muffinspappírsform sem maður getur sett í án þess að þurfa að nota smjör eða olíu í deigið. Ég er búin að leita út um allt. Ég hef í staðinn sniðið hringi (strika með penna utan um undirskál) úr bökunarpappír og sett í hvert muffinspláss og svo deigið þar ofan í. Það er hægt að nota möffinspappírinn svo um 6 sinnum. Einnig má nota siliconform og þá þarf ekki bökunarpappír.

Gerir 12 stykki

 

Uppskrift: Sigrún Þorsteinsdóttir – cafesigrun.com

Previous post

Bara rabarbara og banana ís

Next post

"Blóma" múffur

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published.