SalötUppskriftir

Blómkálssalat í kasjúmajonesi

  • ¼ – ½ blómkálshöfuð, skorið í passlega stóra bita
  • 1-2 gulrætur, rifnar
  • ½ – 1 poki klettasalat*
  • 1 dl granateplakjarnar (fæst í Hagkaup) eða smátt skorin rauð paprika

Kasjúmajónes

  • 2 dl kasjúhnetur*, lagðar í bleyti í 2 klst
  • 1 dl vatn
  • ½ dl sítrónusafi
  • 1-2 döðlur
  • 1 vorlaukur
  • 1 hvítlauksrif
  • 1 tsk laukduft
  • smá himalaya/sjávarsalt
  • nýmalaður svartur pipar
  • ferskt grænt krydd

Setjið allt í blandara og blandið vel saman.

Setjið grænmetið í skál og hellið majónesinu yfir.

Frábært meðlæti með öllum mat.

*Fæst lífrænt frá himneskri hollustu

Uppskrift: Sólveig Eiríksdóttir

Previous post

Paprikusalat

Next post

Spínat og hnúðkálssalat

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *