Á heimilinuHeimiliðHreinsiefni / Þriftips

Einföld ráð til að gera góða lykt á heimilinu

Það er hægt að kaupa sérstakan vökva í úðabrúsa til að bæta lykt í húsum. Innihald slíkra brúsa er mismunandi og æskilegt að kynna sér hvað þeir innihalda áður en farið er að úða úr þeim yfir heimilin.

Það má líka fara aðrar leiðir í að bæta ilminn á heimilinu. Ef vond lykt er að hrella fólk er náttúrulega ærin ástæða til að komast að því hvað henni veldur og fjarlægja orsökina. Það gerir líka heilmikið að lofta duglega út í skamman tíma.

Það má búa til eigin ilmgjafa og lyktarhreinsi úr olíum og fleiri náttúrulegum efnum. Gæta þarf þess að olían sé 100% hrein og nota hana í hófi þar sem slíkar olíur geta ert húðina. Sumar olíur eru sótthreinsandi eins og thyme-, sweet orange-, lemongrass-, rósar-, negul-, eucalyptus-, kanill-, rosemary-, orris rót-, birki-, tea tree- og lavender olía. Þessar olíur má nálgast í heilsubúðum, sumum lyfjaverslunum og víðar.

Ef þú býrð þér til eigin lyktargjafa og hreinsiefni, gættu þess þá að merkja allar umbúðir rækilega og geyma þær þar sem börn ná ekki til.

 

Einfaldir ilmgjafar

Settu einn dropa af hreinni ilmolíu á ljósaperu. Þegar kveikt er á perunni dreifist lyktin um herbergið.

Settu nokkra dropa af ilmolíu í skál með vatni og leggðu hana á ofn, þannig dreifist mild lykt um herbergið.

Settu 5-10 dropa af ilmolíu í 2 bolla af vatni og helltu í úðabrúsa. Þar með ertu búin að búa til fyrirtaks ilmsprey.

 

Lyktareyðir og ilmgjafi

  • 8 dropar lavender olía
  • 4 dropar negul olía
  • 2 dropar piparmyntu olía
  • 1/2 bolli vodki
  • 1/2 bolli soðið vatn

Blandið öllu saman í úðabrúsa og hristið vel. Úðið 4 sinnum úr brúsanum þar sem ykkur finnst þörf á að fríska upp loftið. Vökvann má geyma í úðabrúsanum.

 

Lyktareyðir

Þessi lyktareyðir vinnur gegn slæmri lykt af súrum efnum (sýrustig hærra en 7) eins og þvagi, súrri mjólk, ælu og rotnum ávöxtum

  • 2 msk matarsódi
  • 2 bollar heitt vatn

Leysið matarsódann upp í heita vatninu og setjið í úðabrúsa. Hristið vel og úðið.

 

Sjá: Ilmefni á heimilum, Vond lykt, Ræstikrem

 

Höfundur: Helga Björt Möller

Previous post

Eru flugur vandamál?

Next post

Skaðleg efni á heimilum

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published.