GrænmetisréttirUppskriftir

Hnetudásemd Sollu

HNETUDÁSEMD

 • 300 g heslihnetur, þurrristaðar og gróft malaðar
 • 200 g kasjúhnetur, þurrristaðar og gróft malaðar
 • 100 g furuhnetur, þurrristaðar og gróft saxaðar
 • 100 g sætar kartöflur, skornar í bita og bakaðar í ofni
 • 100 g sellerírót, skorin í teninga og bökuð í ofni
 • 100 g soðnar kjúklingabaunir
 • 100 g soðið kínóa 
 • 2 msk. tómat-purée
 • 2 msk. sinnep
 • 2 msk. ferskt rósmarín, smátt saxað
 • 2 msk. zathar-kryddblanda
 • 1 msk. grænmetiskraftur
 • 1 msk. gott mangó-chutney
 • 1 tsk. karrí
 • 1 tsk. paprika
 • 1 tsk. salt og smávegis af cayenne- pipar
 • 15 g fersk mynta
 • 15 g ferskt basil

Blandið öllu saman í hrærivél, notið kúluskeið og látið í smurt soufflé-form og setjið í 200°C heitan ofn í 15-20 mínútur. 


HEIT SVEPPASÓSA

 • 2-3 msk. kaldpressuð olía
 • 1⁄2 púrrulaukur, smátt skorinn
 • 2 hvítlauksrif, pressuð
 • 400 g sveppir, skornir í bita
 • 1 msk. tamari-sósa
 • 1 msk. sinnep
 • 1 tsk. currypaste eða duft
 • 1 tsk. tímían
 • 1 tsk. grænmetiskraftur
 • 1 1⁄2 dós kókosmjólk (hægt að nota hafrarjóma)
 • salt og pipar
 • 1 msk. maísmjöl eða annað mjöl til að þykkja sósuna með

Setjið olíu í pott og látið púrru, hvítlauk og sveppi steikjast þar í 4-5 mínútur. Bætið þá tamari-sósu, sinnepi, currypaste, tímíani og grænmetiskrafti út í og blandið
vel saman. Bætið kókosmjólk út í og látið sjóða í 5-10 mínútur. Stráið maísmjölinu út í pottinn og hrærið í til að þykkja sósuna. Bragðbætið með salti og pipar.

Þessa sósu er líka hægt að gera með því að sleppa olíunni og er þá allt sett í pott og látið sjóða í 25 mínútur. Þykkt með maísmjöli ef með þarf. 

Previous post

Hægfara bati eftir bílslys

Next post

Jólakonfekt

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *