GrænmetisréttirUppskriftir

Hollur, heimatilbúinn barnamatur

Oft vefst fyrir fólki að búa til mat fyrir yngstu krílin og margir halla sér alfarið að tilbúnum mat í krukkum.

Á vefnum hennar Sigrúnar,  er nú hægt að finna flottar uppskriftir af mat fyrir þau allra yngstu og er það flott framtak og hvet ég ykkur, nýbakaðar mæður að kíkja þar við.

Hér kemur ein uppskrift af vefnum:

Blandað grænmeti

Þegar tíminn er naumur getur verið gott að mauka mikið magn í einu og frysta. Þar sem ekki er alltaf mikið pláss til að geyma mauk í klakaboxum er gott að frysta maukið og setja svo molana í poka. Jafnvel er hægt að setja 2-3 mola af mismunandi tegund saman í poka til að búa til góða grænmetisblöndu. Gott er að gera eins og Elva vinkona mín gerir, að setja í góða frystipoka, merkja með innihaldi og svo dagsetningu. Þannig ruglast maður aldrei! Mestu máli skiptir að nota það kerfi sem manni finnst best þ.e. hvort maður notar nestisbox, poka, klakabox o.s.frv. skiptir ekki öllu máli. Mestu máli skiptir að frysta nóg svo maður sé ekki að eyða mörgum klukkutímum við pottana (nema maður hafi tíma til). Þessar 4 grænmetistegundir má allar frysta en það má alveg breyta samsetningunni t.d. má nota maukaðar maísbaunir, rófur, blómkál o.s.frv. Gott er að frysta grunnmauk þ.e. grunnbragðtegundir eins og þessar og bæta svo út í því sem til er þann daginn. Þessa aðferð má líka nota fyrir ávexti. Hentar 6-7 mánaða og eldri.

Blandað grænmeti
Gerir 24-32 skammta

  • 350 gr lífrænt ræktaðar gulrætur, afhýddar, þvegnar og saxaðar gróft
  • 350 gr lífrænt ræktað spergilkál, þvegið og saxað gróft
  • 350 gr lífrænt ræktaðar sætar kartöflur, þvegnar, afhýddar og saxaðar gróft
  • 350 gr lífrænt rætaðar kartöflur, þvegnar, afhýddar og saxaðar gróft
  • 4 tsk olía (t.d. ólífuolía) eða smjör
  • 4-8 tsk vatn eða stoðmjólk/þurrmjólk/móðurmjólk

Aðferð:

Gufusjóðið allt grænmetið. Það má alveg sjóða það saman og aðskilja þegar tilbúið.

Aðskiljið grænmetið og maukið hverja tegund fyrir sig með matvinnsluvél eða töfrasprota þangað til engir bitar eru eftir.

Notið smávegis af soðinu ef maukið er of stíft. Gott er að nota síu eða sigti til að passa að stórir bitar verði ekki eftir.

4-8 tsk vatn eða stoðmjólk/þurrmjólk/móðurmjólk

Kælið og bætið olíu eða smjöri saman við.

Maukið má frysta.

Gott er að frysta í klakabox og setja molana svo í góða frystipoka. Merkið pokana með innihaldi og dagsetningu.

Börn eiga misjafnlega auðvelt með að kyngja mat svo bætið við meira af soðinu ef ykkur finnst það henta.

Gott getur verið að bæta við þurrmjólkurdufti eða smávegis af móðurmjólkinni út í maukið í fyrstu skiptin.

Gott er að blanda smávegis af hrísmjöli saman við grautinn til að auka fjölbreytni.

Þið finnið fleiri sniðugar uppskriftir fyrir smáfólkið hér.

Previous post

Hnetuborgarar

Next post

Hrísgrjónaspaghettí með sveppum, spínati og kirsuberjatómötum

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published.