SalötUppskriftir

Marinerað salat með tamari fræjum

  • 1 brokkolíhaus
  • 1 rauð paprika
  • ½ búnt ferskar kryddjurtir, t.d. steinselja eða dill eða basil eða kóríander…
  • safinn úr 1-2 sítrónum
  • ½ dl kaldpressuð lífræn ólífuolía*
  • 1 msk tamarisósa*
  • 1 poki klettasalat*

Skerið brokkolíið í litla bita, ath að stöngullinn er líka prýðisgóður að nota ef hann er ekki trénaður, og setjið í skál.

Skerið paprikuna í 1x1cm bita og setjið útí (það er líka hægt að setja paprikubitana í 10 mín undir grillið….. og síðan útí skálina).

Kreistið sítrónuna og hellið yfir skálina, hellið ólífuolíunni útá ásamt tamarisósunni og blandið vel saman.

Saxið fersku kryddjurtirnar og setjið útí og blandið öllu vel saman og látið standa í a.m.k. 10 mín.

Setjið klettasalatið útí rétt áður en borið er fram.

Þetta salat er alveg frábært með kjöt-, fisk- eða grænmetisréttum og mjög gott að setja tamarífræ útá:

Tamarifræ:

  • 2 dl lífræn sólblómafræ*
  • 3-4 msk tamarisósa*
  • 1 msk agavesíróp* ef vill

Hitið ofninn í 200°C, setjið sólblómafræin í ofnskúffu og látið bakast í rúmlega 5 mín.

Takið þá skúffuna út og hellið yfir tamarísósunni og agavesýrópinu (má sleppa því) og hrærið vel saman og bakið áfram í 3-5 mín.

Frábært að gera stóran skammt af þessu og eiga til að strá út á alls konar salöt og mat.

*fæst frá Himneskri hollustu

Uppskrift: Sólveig Eiríksdóttir

Previous post

Eplasalat

Next post

Ávaxtasalat

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *