FiskréttirUppskriftir

Möndluhjúpuð túnfisksteik

  • 2 góðar túnfisksteikur (ca 150-200gr).
  • 1 msk. extra virgin ólífuolía.
  • 2 msk. hakkaðar möndlur.
  • 2 msk. fínt saxaður ferskur kóríander.
  • Smá salt og pipar.

Ofninn stilltur á 200°C.

Blandið saman möndlum, kóríander, salti og pipar og dreifið á matardisk.

Þurrkið túnfisksteikurnar aðeins með eldhúspappír og pennslið báðar hliðar með ólífuolíu.

Leggið fiskinn ofan í möndlublönduna og hjúpið steikurnar báðum megin.

Setjið tunfiskinn í eldfast mót, komið því fyrir efst í ofninum og bakið í u.þ.b. 10 mínútur (fer eftir þykkt steikurinnar).

Túnfiskur á að vera vel bleikur í miðjunnu, þá er hann bestur.

Berið fram með meðlæti að eigin smekk.

 

Uppskrift: Inga Kristjánsdóttir – Nærinarþerapisti D.E.T.

Previous post

Túnfisk „carpaccio" með granateplum

Next post

Grillaður lax með engifer, hvítlauk og kóríander

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published.