FiskréttirUppskriftir

Túnfisk „carpaccio” með granateplum

Þessi spennandi uppskrift er frá henni Ingu næringarþerapista

  • 300 gr. frosinn túnfiskur
  • 2 msk. sesamolía
  • 1 msk. soya eða tamarisósa
  • 1 hvítlauksrif (pressað)
  • 1 grænt chilli (saxað)
  • Ferskur kóríander, gott knippi
  • 1 granatepli
  • Salt og pipar
  • Safi af 1 stk. lime

Skerið túnfiskinn í þunnar sneiðar, meðan enn er dálítið frost í honum, raðið á 4 diska, setjið plastfilmu yfir og skellið inn í ísskáp.

Hrærið saman sesamolíu, soya/tamarisósu, hvítlauk og chilli og hellið yfir túnfisksneiðarnar.

Setjið ferskan kóríander þar ofan á.

Skerið granateplið í tvennt og pressið kjarna og safa yfir.

Kryddið með smá salti og pipar og kreistið að síðustu lime-safann yfir.

Gott að láta bíða aðeins í ísskáp.

 

Uppskrift: Inga Kristjánsdóttir – Næringarþerapisti DET

Previous post

Grænmetisbaka

Next post

Möndluhjúpuð túnfisksteik

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *