GrænmetisréttirUppskriftir

Ratatouille Sollu

 • 1 ds salsa pronta frá LaSelva
 • 1 ds tómatsúpa frá LaSelva
 • 3 msk lífræn tómatpúrra*
 • 2-3 hvítlauksrif
 • 1 tsk basil
 • 1 tsk oregano
 • 1 tsk timian
 • 1 tsk rosmarin
 • ½ tsk lífrænn grænmetiskraftur*
 • ½ tsk salt
 • 1-2 eggaldin, skorið í1×1 cm teninga
 • 1 kúrbítur, skorinn í passlega bita
 • 2 rauðar paprikur, steinhreinsaðar og skorna í bita
 • ½ -1 rauðlaukur, afhýddur og skorinn í bita

Ofaná: Fersk steinselja.

Setjið allt nema grænmetið í pott og látið suðuna koma upp, bætið grænmetinu útí pottinn og látið sjóða þar til eggaldinið er orðið meyrt.

Stundum læt ég eggaldinið aðeins undir grillið í 2-3 mín áður en ég set það í pottinn.

Þessi réttur er frábær með góðu salati eða sem hliðarréttur með kjöt- eða fiskrétti.

*fæst lífrænt frá himneskri hollustu

 

Uppskrift: Sólveig Eiríksdóttir

Previous post

Fótboltabollur

Next post

Blómkálsgratin

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *