Mengun og mengunarvarldarUmhverfið

Skaðsemi farsímanotkunar

Langflestir Íslendingar ganga með farsíma á sér og sífellt yngri börn eignast slíkan grip. Að sjálfsögðu er farsíminn hálfgert þarfaþing, sparar okkur sporin og léttir okkur lífið. En eru farsímar algjörlega öruggir? Símafyrirtækin fullyrða eflaust að svo sé en ekki eru allir sammála um það.

Í ágúst á síðasta ári féllst farsímafyrirtækið Orange í Bretlandi á að taka niður farsímamastur af blokk eftir að 7 íbúar hennar eða 20% greindust með krabbamein á tiltölulega stuttu tímabili. Mastrið var sett á blokkina árið 1994 og síðan þá höfðu íbúarnir verið mjög ósáttir við það, glímt við hausverk, slæmt heilsufar og undir lokin krabbamein.

Ljóst er að farsímanotendur eru 240% líklegri til að fá heilaæxli en aðrir. Þeir sem nota farsíma að staðaldri eru fjórum sinnum líklegri til að fá æxli í eyrað, þeim megin sem þeir tala í símann.

Í Bandaríkjunum hafa tilfelli einhverfu nærri sextugfaldast síðan á 8. áratugnum og þá sérstaklega á síðustu 10 árum. Vísbendingar eru um að tengsl séu á milli röskunarinnar og rafsegulbylgna. Einnig er talið að rafsegulgeislunin geti haft áhrif á uppsafnaða þungmálma í frumum sem gæti valdið einhverfu. Börn eru með mun þynnri höfuðkúpu en fullorðnir og því eiga ýmiskonar bylgjur greiðari leið inn í heila þeirra og þau eru mun viðkvæmari fyrir geislun en fullorðnir.

Það er margt sem bendir til tengsla milli rafsegulbylgna og Alzeimer´s, Parkinsons´s, einhverfu, höfuðverkja, svefntruflana, sljóleika og minnisglapa. Miklum peningum hefur verið eytt í rannsóknir en niðurstöður eru ekki alltaf gerðar opinberar þar sem gríðarlegir fjármunir eru í húfi. Nú er það svo að símamöstur eru gjarnan sett á opinberar byggingar svo sem skóla og á Íslandi var nýlega í fréttum að foreldrafélag nokkuð var að mótmæla uppsetningu símamasturs á skólabyggingu barna sinna.

Líklega er ekki nokkur möguleiki fyrir okkur að verða aldrei fyrir geislun rafsegulbylgna, jafnvel þótt við notum ekki farsíma. Bylgjurnar eru í umhverfinu okkar, sérstaklega í þéttbýlinu. Auk þess eru margir kostir sem fylgja notkun farsíma og erfitt er að losa sig við hann. Það má hins vegar gera ýmislegt til að sterkar bylgjur skelli síður á okkur eins og að:

  • nota handfrjálsan búnað þegar talað er í farsíma og hafa símann helst í um 50 cm fjarlægð frá líkamanum
  • sleppa því að geyma símann í beltinu eða vasanum, hafðu hann frekar í veski, bakpoka eða hanskahólfi bílsins
  • tala sem minnst í farsíma eða þráðlausan síma
  • nota hátalarann á farsímanum frekar en að leggja símann að eyranu
  • tala sem minnst í farsímann innanhúss og reyna að gera það frekar utandyra
  • draga úr farsímanotkun barna þinna, þau eru mun viðkvæmari fyrir bylgjunum en fullorðnir
  • hafið í huga að það er verra að tala í farsíma utan þéttbýlis, þar sem styrkur geislunar er meiri, þeim mun lengri sem fjarlægðin er í sendinn

 

Höfundur: Helga Björt Möller, greinin birtist fyrst á vefnum í í mars 2008

Previous post

Jólagjafahornið - ,,Njótum eða nýtum"

Next post

Plast í náttúrunni

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published.