ÁleggUppskriftir

Sykurlaus bláberjasulta

Ég hætti að sulta í mörg ár eftir að ég breytti til í mataræði mínu, þar til ég uppgötvaði að maður getur notað alls kyns önnur sætuefni, heldur en hvítan sykur, í sultugerðina.

Ég nota helst Agave síróp þar sem það fer mjög vel í mig. Einnig er hægt að prófa sig áfram með annars konar sætuefni. Hægt er að nota hrísgrjónasíróp, maukaðar döðlur eða hunang. Um að gera að prófa sig áfram.

Hlutföllin sem ég nota eru:

  • ½ ltr. bláber
  • 1 dl. agave síróp

Eftir að ég hreinsa og skola berin mauka ég þau með sírópinu í blandaranum. Svo sýð ég blönduna í potti í um 10 mínútur. Helli svo blöndunni í glerkrukku og kæli.

Upplagt er að prófa sig áfram með krydd til að fá tilbreytingu. Hægt er t.d. að nota engifer, vanillu eða kanil og upplagt er að setja smá fjallagrös í sultuna, þar sem þau eru rotverjandi og gefa skemmtilegt villibragð.

Uppskrift: Hildur M. Jónsdóttir

Previous post

Grænmetisvefjur

Next post

Ólífu "tapenade"

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published.