Greinar um hreyfinguHreyfing

Þjálfun með stuttum hléum eykur þol

Nýjar rannsóknir sýna að það borgar sig að blanda saman stuttum, kraftmiklum æfingum við mýkri og rólegri æfingar eða að taka stutt hlé á milli æfinga.

Í rannsókninni var ungt fólk í menntaskóla, sem var í ágætu formi, beðið að taka 30 sekúndna hlaupaspretti og svo annað hvort að hvíla sig eða hjóla rólega í fjórar mínútur. Þetta átti fólkið að gera til skiptis.

Eftir aðeins tvær vikur hafði 75% þeirra tvöfaldað þol sitt. Samanburðarhópur sem tók ekki þessa hvíld á milli sýndi enga aukningu í þoli.

Önnur rannsókn sýnir að svona æfingarkerfi eykur færni líkamans til að brenna fitu.

Konur rétt yfir tvítugt, voru beðnar að hjóla af krafti í fjórar mínútur og hvíla svo í tvær, alls tíu sinnum í einu. Tveimur vikum síðar hafði fitubrennsla þeirra aukist um 36% við klukkustunda þjálfun.

 

 

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir

Previous post

Það slæma getur haft verndandi áhrif

Next post

Tai Chi getur hjálpað við sykursýki

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *