UppskriftirÝmislegt

Uppskriftir með fjallagrösum

Fjallagrös eru sem betur fer aftur að verða þekkt og er fólk meira og meira farið að tína þau og nota í bakstur, sultur, slátur og fleira.

Fjallagrösin hafa alla tíð verið notuð til lækninga og var algengt hér á árum áður að þau væru notuð sem mjölbætir, sérstaklega þegar skortur var á korni.

Einnig hafa margir Íslendingar verið aldir upp við fjallagrasamjólkina.

 

Ég birti hér nokkrar uppskriftir með fjallagrösum:

 

Fjallagrasate:

  • 1 – 2 tsk. þurrkuð fjallagrös
  • 3 dl. soðið vatn
  • Hunang

Fjallagrösin sett í tepott og sjóðandi vatninu hellt yfir. Látið standa í um 10 mínútur. Bragðbætt með hunangi. Einnig er gott að nota sítrónusafa í stað hunangs.

 

Fjallagrasamjólk

  • 1 líter mjólk
  • 15 gr. fjallagrös
  • 1 msk. hunang

Suðan er látin koma upp á mjólinni. Fjallagrösunum er bætt út í og soðið saman í 10 mínútur. Bragðbætt með hunangi.

Upplagt er að nota fjallagrös út í allar helstu brauðuppskriftir. Þá er fjallagrösin sett út í með þurrefnunum í upphafi baksturs.

 

Að lokum er hér uppskrift úr bókinni hennar Hildar Hákonardóttur: Ætigarðurinn

Fjallagrasabúðingur með rommi

  • Hnefi af fjallagrösum
  • Dálítið af hrásykri
  • 4 vistvæn egg
  • 8 matarlímsblöð
  • 4 dl. af rjóma
  • Smávegis af rommi

Grösin eru soðin í ¾ lítra af sykruðu vatni í dágóða stund og síðan tekin úr vatninu, sem er geymt.

Grösin eru skorin nokkuð fínt og lögð í skál með romminu.

Matarlímsblöðin eru mýkt í köldu vatni og síðan leyst upp í 4 dl. af volgu sykurvatninu.

Rjóminn er þeyttur, eggjarauður og hvítur aðskildar og hvíturnar stífþeyttar.

Eggjarauðurnar hrærðar saman við rommlegin grösin og matarlímslöginn.

Þeyttum eggjahvítunum og rjómanum blandað varlega saman við og sett í frómasform eða skál og út á svalir að vetri eða í ísskáp að sumri og látið kólna og stífna.

 

Sjá einnig grein: Íslensk fjallagrös

 

Hildur M. Jónsdóttir

Previous post

Litlir ávaxta- og grænmetispinnar

Next post

Möndlujógúrt

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *