Heilsubankinn Mataræði
ForsíðaMataræðiHreyfingHeimiliðUmhverfiðMeðferðir
 

Heilsubankinn er vefur um allt er viðkemur heilsu okkar og lífsháttum. Honum er ætlað að stuðla að aukinni meðvitund um holla lífshætti og um leið er honum ætlað að vera hvatning fyrir fólk til að taka aukna ábyrgð á eigin lífi og heilsu.

Vefurinn er rekinn sem fréttamiðill, auk þess sem hann er gagnabanki yfir aðila sem bjóða þjónustu er fellur að áherslum Heilsubankans.

Við hvetjum þig til að skrá þig á póstlista Heilsubankans (hér) og sendum við þér þá fréttabréfið okkar í tölvupósti ca. tvisvar sinnum í mánuði. Þar koma fram punktar yfir það helsta sem hefur birst á síðum Heilsubankans, auk tilboða sem eru í boði fyrir handhafa Heilsukortsins.

Við bjóðum þig velkomin(n) inn á vefinn og hlökkum til að sjá þig hér sem oftast.

B5 vítamín (Pantótensýra) Prenta Rafpóstur

B5 vítamín er þekkt sem "afstressunar vítamínið" því það hefur mikið að segja við framleiðslu adrenalín hormónsins og í uppbyggingu mótefna, upptöku vítamína og við ummyndun fitu, kolvetna og prótína í orku. Það er nauðsynlegt til að líkaminn myndi D vítamín, flýtir græðslu sára og dregur úr einkennum liðagigtar. Það dregur úr hárlosi, gránun hárs og gæti hægt á öldrun.

Skortseinkenni geta verið sljóleiki, hausverkur, svimi og náladofi í höndum. Skortur getur líka orsakað skeifugarnarsár, blóðsykurskort, húð- og blóðvandamál.

Við fáum B5 vítamín úr nautakjöti, ölgeri, eggjum, fersku grænmeti, ávöxtum, lifur, hjörtum, nýrum, söli, sveppum, hnetum, svínakjöti, saltvatnsfiski, kartöflum, hveitikími og hveitiklíði.

Það getur reynst gagnlegt að taka inn B5 vítamín þegar álag er fyrirséð og eins getur inntaka á B5 vítamíni dregið úr gigtarverkjum.

  Til baka Prenta Senda þetta á vin
 
Greinar Pistill dagsins Viðtöl Fréttir
Reynslusögur Uppskriftir Fyrirspurnir og ábendingar Vandamál og úrræði
Skráning á þjónustu- og meðferðarsíður

© 2006 Heilsubankinn - Allur réttur áskilinn